Nýjasta nýtt - 6.9.2018 14:18:00

Advania kaupir Wise

Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Beðið er eftir að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi.

Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Beðið er eftir að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi.

Wise er einn öflugasti söluaðili landsins á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaði. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.
Advania er stærsti söluaðili Microsoft-lausna á Íslandi og líkt og hjá Wise, starfa þar fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Með sameiningu fyrirtækjanna verður til eining sem hefur alla burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði.
„Það felast mikil tækifæri í þessari sameiningu. Lausnaframboð Wise fellur mjög vel að lausnaframboði Advania og við getum nýtt þekkingu og stærð okkar til að þjónusta fleiri atvinnugreinar. Upplýsingatæknibransinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og með sameiningunni sjáum við fyrir okkur að geta stóreflt þjónustu við viðskiptavini, bæði hér á landi og erlendis. Við erum tilbúin í sókn á alþjóðamarkaði og sameiningin styrkir okkur svo um munar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

„Wise hefur náð glæsilegum árangri bæði hér heima og út fyrir landsteinana sem er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Við hlökkum til að fá þau til liðs við okkur. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft og því með burði til að þróa áfram frábærar lausnir og veita fyrirmyndar þjónustu,“ segir Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Helstu vörutegundir Wise eru NAV í áskrift, Wise Analyzer greiningartól, sveitarfélagalausnir og fjöldi viðskiptalausna sem notaðar eru af fyrirtækjum víðsvegar um heiminn. Meðal þeirra er WiseFish, sérhönnuð lausn fyrir sjávarútveg sem notuð er af stórum sjávarútvegsfyrirtækjum um allan heim.

Advania er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með 22 starfsstöðvar á Norðurlöndum. Fyrirtækið aðstoðar viðskiptavini sína við að bæta árangur þeirra með framúrskarandi tæknilausnum. Advania þjónustar þúsundir viðskiptavina, alþjóðlegar samsteypur, ríkisstjórnir, opinberar stofnanir og fyrirtæki á öllum sviðum samfélagsins.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.