Nýjasta nýtt - 26.10.2018 16:51:00

Ásta Emma var bitin af hjólabakteríunni

Ásta Emma Ingólfsdóttir er ein af fjölmörgum starfsmönnum Advania sem hjóla reglulega í vinnuna. Hún sér margvíslegan ávinning af því að velja hjólið fram yfir bílinn.

Hjólamenningin hjá Advania blómstrar sem aldrei fyrr. Um 50% starfsmanna nýtir aðra ferðamáta en einkabíl til og frá vinnu, samkvæmt nýlegri starfsmannakönnun.

Ásta Emma Ingólfsdóttir er ein af fjölmörgum starfsmönnum Advania sem hjóla reglulega í vinnuna. Hún sér margvíslegan ávinning af því að velja hjólið fram yfir bílinn.

„Ég byrjaði að hjóla í vinnuna fyrir átta árum, í hjólaátakinu „Hjólað í vinnuna“. Fyrir þann tíma hafði ég ekki hjólað mikið. Ég bý á Álftanesi en vinnustaðurinn minn var þá í Ármúlanum. Ég byrjaði því á að hjóla um það bil 15 kílómetra vegalengd hvora leið. Mér fannst þetta strax skemmtilegt og við vinnufélagarnir stofnuðu liðið Hjólahjörtun sem hefur oft unnið til verðlauna í „Hjólað í vinnuna“.
Það myndaðist líka góð stemming fyrir keppninni innan fyrirtækisins, sérstaklega þegar vinnufélagarnir „slóruðu“ saman heim eftir vinnu. Þá lærði maður nýjar hjólaleiðir og smám saman var ekki orðið svo langt að hjóla upp í Mósó eða að Gróttu á leiðinni heim. Með tímanum jókst áhuginn og þegar ég var í stuði og veðrið var gott lengdi ég ferðina og hjólaði um 40-60 km á dag. Svo fór að ég keypti mér nagladekk til að geta hjólað á veturna, þegar stígurinn út á Álftanesið var ófær,“ segir Ásta Emma.

Í fyrra hjólaði hún 1300 km ásamt tveimur Advania-starfsmönnum og öðrum Team Rynkeby félögum. Ferðalagið lá frá Kaupmannahöfn til Parísar og var hjólað til styrktar krabbameinssjúkum börnum á Íslandi. Fyrir þann tíma hafði Ásta Emma lengst hjólað 100 kílómetra á einum degi og mest 1000 kílómetra á einum mánuði. Hún þurfti því að æfa sig vel fyrir ferðina þar sem allir í liðinu hjóla saman upp undir 200 kílómetra á dag, 8 daga í röð. Hún fór því að sækja sérstakar hjólaæfingar og nota hvert tækifæri til að hjóla til og frá vinnu.

„Að hjóla er orðinn lífsstíll hjá mér. Ég er í kyrrsetuvinnu á daginn og þá er mín líkamsrækt og hugleiðsla að hjóla 40-60 kílómetra sem oftast í og úr vinnu. Þetta sparar líka bensínskostnað og oft er ég sneggri á hjóli en á bíl þegar umferðin er mikil.“

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.