Fréttir - 14.12.2021 15:15:00

Aukum fjölbreytni í upplýsingatæknigeiranum

Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til.

Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til.

Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi. Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu.

Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins.
Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða kannski mannauðskerfi? Ertu talnaglögg eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?

Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.
Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann.

Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.