Blogg - 5.1.2022 11:34:00

Framtíðin í vefverslun – nýr vefur S4S

S4S opnaði nýlega glæsilegan vef sem sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania og hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.

S4S opnaði nýlega glæsilegan vef sem sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania og hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.

Arna Gunnur Ingólfsdóttir, ráðgjafi hjá veflausnum Advania, skrifar: 

Á árinu sem var að líða lögðu veflausnir Advania af stað í verkefni við að uppfæra vefverslanir S4S. Fyrirtækið rekur fimm netverslanir og var aðal markmiðið með nýjum vef að sameina þær í eina verslun, uppfæra útlit og tryggja hraðari notendaupplifun. Til að bæta hraða nýs vefs var ákveðið að fara í það sem er kallað “headless” vefverslunarkerfi og var framendinnn skrifaður frá grunni samkvæmt hönnun frá Metal. 

En hver er kosturinn við að fara úr fimm vefverslunum í eina? Viðskiptavinurinn getur pantað í öllum verslunum S4S, sameinað vörurnar í eina körfu og fengið þær allar afhendar á sama tíma. Fyrir rekstraraðilann þýðir sameiningin stærri pantanir en færri sem býður uppá hagræðingu í afgreiðslu pantana. Hagkvæmara er að reka eina vefverslun og viðhalda henni vel en að halda úti fimm smærri síðum. 

Það er hægara sagt en gert að útfæra ferla svo margra verslana með einni körfu. Ýmis flækjustig eru á leiðinni. 

Þegar haldið er úti einni vefverslun eru skýrar reglur um hvar lager er staðsettur og hvert verðið er, hver tekur vöruna saman og pakkar henni inn. Þegar fimm vefverslanir eru sameinaðar þarf að endurhugsa ferlið. Hvaða fletir eru sameiginlegir, hvað þarf að vera aðskilið og hvernig viljum við aðskilja það? Endurskilgreina þarf hvernig vafrakökur eru notaðar þar sem eitt vefsvæði getur aðeins tengst einu spjallboxi, einni facebook-síðu osfrv. Því er að mörgu að huga í hönnun ferla og verkefnið ekki bara í höndum vefstjórans. 

S4S hefur verið viðskiptavinur Advania í fjölda ára og búið var að samþætta vefkerfið DynamicWeb við Nav birgða-og bókhaldskerfið. Veflausnir Advania eiga tilbúnar samþættingar frá DynamicWeb vefkerfinu við alla helstu greiðslu- og sendingaraðila. Það gerir okkur kleift að leyfa DynamicWeb að stofna sjálfkrafa sendingar hjá Dropp og Póstinum. Þetta fækkar verulega skrefum í afgreiðslu pantana og eykur sjálfvirkni. 

Stærstu netverslunardagar ársins eru tiltölulega nýliðnir og eru þeir dagar hvað þyngstir hjá vefverslunum landsins. Segja má að þessir dagar hafi verið lokaprófraun nýs kerfis. Það var gífurlega gaman að horfa á álagstölur yfir daginn og sjá að sameinaður vefur tók ekki nema brot af svartíma vefverslana frá því árinu áður. 

Það sem er svo einstakt við nýja S4S-vefinn er að hann er unninn í einingum sem þýðir að í stað þess að hlaða upp heilum vef er unnið með fleka sem eru léttari og auðveldara að hlaða. Við hlöðum ákveðnum einingum, eins og valmynd og footer einu sinni, og svo breytast og birtast flekar eftir hegðun notandans. Niðurstaðan er stöðugri vefur sem er auðvelt að viðhalda og reka. Vefurinn skapar S4S klárlega samkeppnisforskoti og hagkvæmu rekstrarumhverfi til að halda sér í fremstu röð vefverslana.

Hér segja stjórnendur S4S frá sinni víðtæku reynslu af vefverslun.

Fleiri fréttir

Blogg
06.11.2025
Mannauðslausnir Advania hafa unnið að því að einfalda alla umsýslu á milli fyrirtækja innan samstæðu í H3.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.