Nýjasta nýtt - 3.9.2018 16:14:00

Lið Advania vann Firmakeppni Íslands í þríþraut

Firmakeppni Íslands í þríþraut fór fram sunnudaginn 2. september og var keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Hörkuteymi frá Advania gerði sér lítið fyrir og vann keppnina.

Firmakeppni Íslands í þríþraut fór fram sunnudaginn 2. september og var keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Hörkuteymi frá Advania gerði sér lítið fyrir og vann keppnina. Í liði Advania voru Hafsteinn Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þórarinsson, Pétur Árnason, Hinrik Sigurður Jóhannesson og Hildur Árnadóttir. 

Eins og sjá má á myndinni var verðlaunagripurinn enginn smásmíði og þurftu liðsfélagar að hjálpast að við að bera gripinn heim í höfuðstöðvar Advania í Guðrúnartúni.  

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.