Fréttir - 8.7.2020 12:04:00

Nýtt snjallmenni hjá Vinnumálastofnun

Snjallmennið Vinný hefur hafið störf hjá Vinnumálastofnun og er til þjónustu reiðubúið á vef stofnunarinnar. Vinný notar gervigreind til að svara spurningum um þjónustu og starfsemi Vinnumálastofnunar.

Snjallmennið Vinný hefur hafið störf hjá Vinnumálastofnun og er til þjónustu reiðubúið á vef stofnunarinnar. Vinný notar gervigreind til að svara spurningum um þjónustu og starfsemi Vinnumálastofnunar.

Er þetta í þriðja sinn sem gervigreindarteymi Advania og norska hugbúnaðarfyrirtækið Boost.ai innleiða snjallmenni hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Snjallmennið er viðbót við þjónustu Vinnumálastofnunar og getur aðstoðað notendur á vef stofnunarinnar með algeng erindi. Vinný veitir ítarlegar upplýsingar um þau efni sem oftast er spurt um og beinir notendum á rétta staði.

Snjallmenni eru liður í að efla rafræna þjónustu og koma til móts við þá notendur sem kjósa að afgreiða sig sjálfir í sem mestum mæli. Vinný er til taks allan sólarhringinn og getur afgreitt ótakmarkaðan fjölda fyrirspurna á sama tíma. Þjónustan er hugsuð til að létta undir með starfsfólki Vinnumálastofnunar á álagstímum og flýta afgreiðslu mála.

Aukið álag á Vinnumálastofnun í Covid-19 faraldrinum varð til þess að ráðist var í uppsetningu snjallmennisins. Verkefnið tók níu vikur og hóf Vinný störf fyrir stofunina á dögunum.
Um 500 notendur nýttu sér þjónustuna á fyrsta sólarhringnum.

Vinný er enn að læra og fikra sig áfram í nýju hlutverki. Ef upp koma flóknar spurningar sem snjallmennið hefur ekki svör við, er hægt að fá samband við ráðgjafa á opnunartíma Vinnumálastofnunar.

Hönnunarstofan Kría sá um útlitshönnun Vinný.

Nánari upplýsingar um snjallmenni með gervigreind má lesa hér.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.