Fréttir - 8.7.2020 12:04:00
Nýtt snjallmenni hjá Vinnumálastofnun
Snjallmennið Vinný hefur hafið störf hjá Vinnumálastofnun og er til þjónustu reiðubúið á vef stofnunarinnar. Vinný notar gervigreind til að svara spurningum um þjónustu og starfsemi Vinnumálastofnunar.
Snjallmennið Vinný hefur hafið störf hjá Vinnumálastofnun og er til þjónustu reiðubúið á vef stofnunarinnar. Vinný notar gervigreind til að svara spurningum um þjónustu og starfsemi Vinnumálastofnunar.
Er þetta í þriðja sinn sem gervigreindarteymi Advania og norska hugbúnaðarfyrirtækið Boost.ai innleiða snjallmenni hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Snjallmennið er viðbót við þjónustu Vinnumálastofnunar og getur aðstoðað notendur á vef stofnunarinnar með algeng erindi. Vinný veitir ítarlegar upplýsingar um þau efni sem oftast er spurt um og beinir notendum á rétta staði.
Snjallmenni eru liður í að efla rafræna þjónustu og koma til móts við þá notendur sem kjósa að afgreiða sig sjálfir í sem mestum mæli. Vinný er til taks allan sólarhringinn og getur afgreitt ótakmarkaðan fjölda fyrirspurna á sama tíma. Þjónustan er hugsuð til að létta undir með starfsfólki Vinnumálastofnunar á álagstímum og flýta afgreiðslu mála.
Aukið álag á Vinnumálastofnun í Covid-19 faraldrinum varð til þess að ráðist var í uppsetningu snjallmennisins. Verkefnið tók níu vikur og hóf Vinný störf fyrir stofunina á dögunum.
Um 500 notendur nýttu sér þjónustuna á fyrsta sólarhringnum.
Vinný er enn að læra og fikra sig áfram í nýju hlutverki. Ef upp koma flóknar spurningar sem snjallmennið hefur ekki svör við, er hægt að fá samband við ráðgjafa á opnunartíma Vinnumálastofnunar.
Hönnunarstofan Kría sá um útlitshönnun Vinný.
Nánari upplýsingar um snjallmenni með gervigreind má lesa hér.
Er þetta í þriðja sinn sem gervigreindarteymi Advania og norska hugbúnaðarfyrirtækið Boost.ai innleiða snjallmenni hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Snjallmennið er viðbót við þjónustu Vinnumálastofnunar og getur aðstoðað notendur á vef stofnunarinnar með algeng erindi. Vinný veitir ítarlegar upplýsingar um þau efni sem oftast er spurt um og beinir notendum á rétta staði.
Snjallmenni eru liður í að efla rafræna þjónustu og koma til móts við þá notendur sem kjósa að afgreiða sig sjálfir í sem mestum mæli. Vinný er til taks allan sólarhringinn og getur afgreitt ótakmarkaðan fjölda fyrirspurna á sama tíma. Þjónustan er hugsuð til að létta undir með starfsfólki Vinnumálastofnunar á álagstímum og flýta afgreiðslu mála.
Aukið álag á Vinnumálastofnun í Covid-19 faraldrinum varð til þess að ráðist var í uppsetningu snjallmennisins. Verkefnið tók níu vikur og hóf Vinný störf fyrir stofunina á dögunum.
Um 500 notendur nýttu sér þjónustuna á fyrsta sólarhringnum.
Vinný er enn að læra og fikra sig áfram í nýju hlutverki. Ef upp koma flóknar spurningar sem snjallmennið hefur ekki svör við, er hægt að fá samband við ráðgjafa á opnunartíma Vinnumálastofnunar.
Hönnunarstofan Kría sá um útlitshönnun Vinný.
Nánari upplýsingar um snjallmenni með gervigreind má lesa hér.