Blogg, Nýjasta nýtt - 27.9.2018 16:51:00

Sterkari viðskiptasambönd

Íslensk fyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun að viðskiptavinir gera stöðugt meiri kröfur til þjónustuupplifunar. Sé upplifuninni ábótavant eru viðskiptavinir oft fljótir að leita til samkeppnisaðila.

Íslensk fyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun að viðskiptavinir gera stöðugt meiri kröfur til þjónustuupplifunar. Sé upplifuninni ábótavant eru viðskiptavinir oft fljótir að leita til samkeppnisaðila. 

Á sama tíma harðnar samkeppnisumhverfið og markaðssvæði verða sífellt alþjóðlegri með tilkomu erlendra risa sem færa sig í auknum mæli inn á smásölumarkaði. Verkefnum er útvistað til láglaunasvæða og frumkvöðlafyrirtæki nýta nýjar tæknilausnir til að hreyfa sig á hraða sem hefði vart verið mögulegur fyrir nokkrum árum síðan.

 

Samkeppni um kröfuharða viðskiptavini

Bætt sölustjórnun og utanumhald viðskiptatengsla getur skilað miklum og skjótum ávinningi. Með markvissri stefnu og innleiðingu er mögulegt að ná enn meiri árangri: auka virði viðskiptasambanda, komast nær viðskiptavinum, skilja þarfir þeirra betur og auka þjónustustig.

Advania hefur á undanförnum árum unnið með nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins við að mæta þessum markmiðum með innleiðingu lausna á borð við Salesforce CRM. Salesforce er leiðandi lausn á heimsvísu til að bæta markaðs-, sölu- og þjónustuferli fyrirtækja. Vel heppnuð innleiðing lausna á borð við Salesforce getur umbylt sölu- og þjónustuferlum þegar upplýsingar eru virkjaðar á markvissan hátt, í stað þess að vera dreifðar um Excel skjöl og pósthólf einstakra starfsmanna.

Með Salesforce fá fyrirtæki aðgang að fullkomnum verkfærum og ferlum á einfaldan hátt, enda hefur Salesforce alla tíð lagt ríka áherslu á einfaldleika í notkun kerfisins. Ekki þarf að fjárfesta í neinum vél- eða hugbúnaði þar sem Salesforce er keyrt í skýinu og greitt er áskriftargjald eftir notkun. Það er auðvelt að laga kerfið að þörfum notenda og bæta við eða taka út einingar; þannig vex kerfið og þroskast með viðskiptavinum eftir þörfum hverju sinni.

 

Tækifæri með viðskiptavininn í forgrunni

Það eru gríðarmikil tækifæri fólgin í því að hámarka þau verðmæti sem liggja í viðskiptasamböndum fyrirtækja. Um það fjallaði Tiffani Bova á Haustráðstefnu Advania en hún er helsti sérfræðingur Salesforce í viðskiptasamböndum. Hér má heyra brot af því sem hún fjallaði um.

Viljir þú vita meira um hvernig Salesforce getur nýst þér, má finna frekari upplýsingar um Salesforce á vef Advania. En svo viljum við endilega heyra í þér og bjóða þér í kaffi. Við höfum alltaf gaman af að hitta  viðskiptavini, læra um þeirra viðfangsefni og skoða hvernig við getum orðið þeim að liði.


Höfundur: 
Helgi Björgvinsson, forstöðumaður á hugbúnaðarlausnasviði Advania 

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.