Fréttir - 17.02.2022

Stjórnendur vita lítið um netöryggi


Þekking á stafrænni markaðssetningu og netöryggi er stórlega ábótavant hjá stjórnendum, samkvæmt könnun sem gerð var af Stafræna hæfniklasanum í lok ársins 2021.

Tvær kannanir voru gerðar á stafrænni hæfni, önnur mældi hæfni stjórnenda í íslensku atvinnulífi og hin stafræna hæfni almennings. Niðurstöðurnar kynnti Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, á veffundi sem fram fór í samstarfi við Advania á dögunum. Á fundinum ræddu einnig þær Hólmfríður Rut Einarsdóttir vörustjóri og Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna um hvernig Advania getur aðstoðað stór og smá fyrirtæki á sinni vegferð. 

,,Lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki með einn til tíu starfsmenn, eru einstaklega illa stödd þegar kemur að stafrænni tækni,“ segir Eva Karen í samtali við Fréttablaðið í dag.

„Fyrirtækin vita í raun ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga og hvar sé best að byrja. Viðhorfið hjá þessum minni fyrirtækjum er oft á þá leið að kostnaður fari upp úr öllu valdi, val á stafrænum lausnum sé erfiðara eða hæfnin innan fyrirtækisins ekki til staðar og þau eru því hikandi við að hefja sína stafrænu vegferð. Könnunin sýndi okkur svart á hvítu hversu mikilla úrbóta er þörf hjá fyrirtækjum á þessu sviði. Sem dæmi má nefna þegar stjórnendur fyrirtækja voru spurðir hversu hátt þeirra fyrirtæki skoruðu í hinni stafrænu vegferð þá mældist heildin aðeins 1,2 á skalanum 1-6 sem er ekki góð staða.“

Samkvæmt Evu eru atvinnugreinar mis langt á vel komnar þegar kemur að stafrænni tækni og þekkingu. „Það er byggingariðnaðurinn og landbúnaðurinn sem voru neðstir í könnuninni. Það er því mikilvægt að ráðast í aðgerðir til að bæta úr þessari stöðu í þessum greinum.“

Eva bendir á fleiri athyglisverðar niðurstöður úr könnununum:

1) 61 % stjórnenda telja að fyrirtækin sín eða vinnustaðir séu mjög skammt á veg komin í stafrænni vegferð eða vita ekki á hvaða stigi stafrænna umbreytingar fyrirtækið er.

2) Stjórnendur skora lægst þegar snýr að skapandi notkun á stafrænni tækni.

3) 31 % af svarendum í þjóðarkönnuninni telja að fyrirtæki sem þau starfi hjá þurfi að efla leiðtogahæfni sína og breytingastjórnun.

4) Almennur starfsmaður telur að bæta þurfi breytingastjórnun og leiðtogahæfni þegar kemur að stafrænni hæfni.


Ljóst er að ýmis tækifæri eru til staðar hjá fyrirtækjum til að ná lengra með stafrænum umbreytingum en niðurstöðurnar sýna að um þriðjungur svarenda telur sinn vinnustað ekki farinn af stað í stafræna vegferð. Þá er áhugavert að sjá að mikill meirihluti svarenda vilja nýta sér stafrænar sjálfsafgreiðslulausnir. Á fundinum kom fram að einn mikilvægasti þátturinn sem þarf að huga að áður en haldið er af stað í stafræna vegferð er breytingastjórnun.

Hér er hægt að horfa á fundinn.

Advania mun á næstunni halda áfram að fjalla um stafræna vegferð og hvað fyrirtæki geta gert til að ná stafrænni forystu á sínu sviði. 

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.