Fréttir - 2.7.2025 14:47:25

Glæsileg ný skrifstofa Advania opnuð á Akureyri

Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.

Hönnunin er í sama anda og höfuðstöðvar okkar í Reykjavík, með björtum litum, góðri lýsingu og frábærri hljóðvist. Þetta skapar fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk getur unnið bæði sjálfstætt og í teymum.

Við skáluðum fyrir framtíðinni í opnunarhófi á Akureyri, þar sem boðið var upp á léttar veitingar og starfsfólk tók vel á móti viðskiptavinum.

„Við erum virkilega ánægð með nýju skrifstofuna sem býður uppá framúrskarandi vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk Advania og ekki skemmir fyrir hvað útsýnið er frábært. Flutningarnir eru liður í að styrkja enn betur við þá þjónustu sem við veitum til viðskiptavina okkar á svæðinu sem og á landinu öllu,“ segir María Hólmfríður rekstrarstjóri Advania Akureyri í tilefni opnunarinnar.

Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna þér nýja heimilið okkar á Akureyri.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.