Á myndinni er Högni Hallgrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Advania.

Fréttir - 1.6.2023 11:21:34

Advania Diamond partner LS Retail 2023

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Diamond partner 2023 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur samstarfsaðili nær þessum árangri og hlýtur þessa nafnbót. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin í Aþenu í Grikklandi.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverki í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir. Hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslanir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Þessi viðurkenning er staðfesting á hæfileikum og drifkrafti sérfræðinga okkar. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu, " sagði Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.