Fréttir - 21.6.2024 10:56:09

Advania hlýtur áfram gullvottun Cisco

Advania hefur aftur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Advania hefur nú hlotið Gullvottun Cisco fyrir árið 2024. Vottunin er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatæknigeiranum enda er Cisco leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni sem knýr áfram internetið.

Advania hefur síðan árið 2022 verið í þröngum hópi fyrirtækja sem veitt geta framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði Cisco net- og öryggislausna.

Vottunin byggir á umfangsmikilli úttekt á þjónustu- og rekstrarferlum Advania en miklar kröfur eru gerðar um sértæka þekkingu og reynslu ráðgjafa fyrirtækisins.

„Þetta er mikilvæg staðfesting á getu Advania til að veita afar sérhæfða þjónustu um mikilvægar lausnir Cisco. Að baki liggur áratuga samstarf og erum við gríðarlega stolt að halda þessari gullvottun frá einum af okkar lykilsamstarfsaðilum,“ segir Þórður Jensson forstöðumaður innviðalausna hjá Advania.

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert að íhuga Cisco lausnir fyrir fyrirtæki þitt. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.