Handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023. Mynd: FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.

Fréttir - 13.10.2023 11:18:06

Advania hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Advania hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA. Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Advania skrifaði undir viljayfirlýsingu jafnvægisvogar FKA árið 2020 og hefur síðan þá aukið hlut kvenna hjá fyrirtækinu heilt yfir og í framkvæmdastjórn félagsins.

Upplýsingatækni er og hefur sögulega verið karllæg grein en hlutfall kvenna innan upplýsingatækni er aðeins 25%. Við höfum lagt vinnu í að auka hlut kvenna hjá Advania og höfum náð árangri innan okkar fyrirtækis. Hlutfall kvenna innan Advania er orðið 30% og hækkar því ofar sem farið er í stjórnendalögin. Meðal innri verkefna sem markvisst hefur verið unnið að og skilað hafa árangri má nefna verkefni tengd jafnlaunamálum, ráðningarferlum og umsóknarfjölda, fæðingarorlofstöku, kynjahlutföllum, starfsánægju, starfsþróun, starfsmannaveltu, vinnuumhverfi og aðbúnaði. Við trúum því að þegar okkar fólki líði vel og fái stuðning til jafnra tækifæra náum við betri árangri.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.