Frá viðburði sem Microsoft hélt í sumar fyrir Inner Circle samstarfsaðila.

Fréttir - 11.9.2024 14:11:53

Advania í innsta hring Microsoft þriðja árið í röð

Microsoft hefur tilkynnt þá samstarfsaðila sem komast í hópinn 2024-2025 Microsoft Business Applications Inner Circle. Advania er í þessum virta hóp samstarfsaðila þriðja árið í röð.

Aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft komast á þennan eftirsótta lista, en það eru þeir 78 samstarfsaðilar sem náð hafa bestum árangri.

„Við erum einstaklega stolt af því að vera áfram í innsta hring Microsoft. Samstarfsaðilar þeirra skipta þúsundum á heimsvísu og aðeins 15 samstarfsaðilar í Evrópu komust á listann að þessu sinni,“ segir Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum Advania.

„Við höfum mikið metnað fyrir að bjóða heildarframboð af Microsoft Dynamics lausnum hvort sem þær heita F&O, Business Central, Sales, Power Platform o.s.frv. Við höfum verið leiðandi í skýjavæðingu ERP kerfa með Microsoft á heimsvísu og með þéttu samstarfi systurfyrirtækja okkar á norðurlöndunum og Bretlandi erum við ekki bara stærsti þjónustuaðili Dynamics á Íslandi heldur komin í hóp stærstu samstarfsaðila Microsoft á heimsvísu,“ segir Högni.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Högni Hallgrímsson forstöðumaður vörustjórnunar hjá viðskiptalausnum (t.v.) fór fyrir hönd Advania á Íslandi á árlega boðsráðstefnu Microsoft fyrir Inner Circle meðlimi.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.