Fréttir - 14.10.2024

Advania LIVE: Alþjóðlegi rafrusldagurinn

Í tilefni af Alþjóðlega rafrusldeginum fengum við Ástu Maach verkefnastjóra sjálfbærni Advania og Braga Gunnlaugsson sérfræðing hjá innviðalausnum Advania í beina útsendingu.

Bragi og Ásta ræddu um það hvað rafrusl er og hvað einstaklingar og fyrirtæki geta haft áhrif og stuðlað að sjálfbærari framtíð með því að koma gömlum tölvubúnaði í endurnýtingu.

Græjaðu framhaldslíf á þinn búnað

Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta.

Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða eitthvað gert við þau til að þau nýtist áfram. Þannig má draga úr umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á nýjum tölvubúnaði og koma í veg fyrir að eitrað rafrusl endi í landfyllingu. Þetta auðveldar einnig skipti yfir í nýjan búnað með því að nýta verðmæti sem verða til úr þeim eldri.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.