25.04.2022
Advania stækkar í Noregi
Advania-samsteypan hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu eXspend. Fyrirtækin hafa unnið náið saman undanfarin ár en sameinast nú undir nafni Advania.
Advania-samsteypan hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu eXspend. Fyrirtækin hafa unnið náið saman undanfarin ár en sameinast nú undir nafni Advania.
eXspend er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki á stafrænni vegferð. Þar starfa um 10 manns en fyrirtækið er staðsett í Lilleström.Markmið með kaupunum er að efla þekkingu innan Advania og gera það að eftirsóknarverðasta samstarfsaðila fyrirtækja um upplýsingatækni.