Blogg - 22.4.2025 14:42:34

Advania valið sem Elite samstarfsaðili Genesys

Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur og staðfestir okkar skuldbindingu til að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir á sviði samskiptalausna með Genesys.

Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Forrester var Genesys valið sem leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptatengsla. Þetta er mikil viðurkenning sem undirstrikar gæði og nýsköpun Genesys lausna. Einnig hlaut Genesys viðurkenningu frá Gartner fyrr á þessu ári, í tíunda sinn í röð, sem staðfestir stöðu þeirra sem leiðandi á markaðnum.

Genesys samfélagið á Íslandi fer stöðugt vaxandi, en það er alltaf pláss fyrir fleiri. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu spennandi samfélagi að hafa samband við okkur og kynna sér kosti lausnarinnar og framúrskarandi þjónustu Genesys teymisins hjá Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.