Funda- og samskipta­lausnir

Advania býður upp á fjölbreyttar funda- og samskiptalausnir fyrir allar gerðir fyrirtækja. Fáðu fría ráðgjöf hjá sérfræðingum varðandi val á búnaði og uppsetningu sem að hentar þér.

Spjöllum saman
allt fyrir fundi og samskipti á einum stað

Samskiptaver í skýinu

Advania hefur hannað og sett upp samskiptaver fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Góð reynsla er af Genesys og Competella lausnunum. Báðar eru skýjalausnir og ekki þörf á neinum vélbúnaði.

Teams sem símkerfi

Með Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Nú er hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi.

Búnaður

Advania býður upp á mikið úrval af fjarfundabúnaði fyrir heimaskrifstofuna og fundarherbergin. Fáðu fría ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar í uppsetningu og val á réttum búnaði.

Fjarfundir, fjarvinna og fjarkennsla

Auknar kröfur eru nú gerðar á vinnumarkaði til fjarfunda og eru gæði þeirra orðin hluti af ímynd fyrirtækja. Því er mikilvægt að búnaður og hugbúnaður stuðli að hnökralausum samskiptum. Advania er með mikið úrval af fjarfundabúnaði fyrir heimaskrifstofuna, fundarherbergin, stóru salina og kennslustofur. Allt til að virkja kraftinn í starfsfólkinu, hvar svo sem það er statt.

Microsoft Teams er öflug fjarfundalausn sem að fer vel með fjarfundabúnaðnum sem við bjóðum upp á og möguleiki er á tengingu við Innu kennslukerfið sem að auðveldar alla umsýslu fjarkennslu. Að auki erum við sérfræðingar í Cisco Webex. Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af vali á búnaði og geta aðstoðað þig við að finna lausnir sem henta þér.

Spjöllum saman

Fyrir fjarfundi

Fjarfundir eru hinn nýji raunveruleiki í námi og vinnu. Teams er sérhannað til að veita bestu mögulegu upplifunin af fjarfundum. Þá skiptir ekki máli hvort tveir eða tvö hundruð ætla að hittast.

Teams sem símkerfi

Í gegnum Teams er hægt að hringja hljóð- eða myndsímtöl í aðra Teams-notendur, óháð tæki. Og nú, með aðstoð Advania er í fyrsta sinn á Íslandi, hægt að hringja talsímtöl í öll íslensk eða erlend símanúmer. Óháð því hvort viðtakandinn sé Teams-notandi. Lausnin er einföld og ódýr í rekstri.

Teams-notendur fá símkerfi inn í sitt daglega vinnuumhverfi. Microsoft leitast með þessum hætti við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni.

Sjá nánar um Teams

Mímir nýtir fjarfundabúnað

Mímir leitaði til Advania með það verkefni að gera fjarkennslu og fjarfundi starfsfólks einfaldari.

Kostir samskiptavera

Samskiptaver fyrirtækja þurfa að geta haft yfirsýn og stjórn á öllum samskiptaleiðum við viðskiptavini eins og símtölum, netspjalli, tölvupósti, fyrirspurnum sem að koma í gegnum samfélagsmiðla ofl. Einnig er mjög algengt að tengja lausnirnar við gagnagrunna (CRM) og verkbeiðnakerfi til þess að auðvelda vinnu þjónustufulltrúa, flýta fyrir afgreiðslu og veita betri þjónustu.

Advania hefur hannað og sett upp samskiptaver fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur góða reynslu af Genesys og Competella lausnunum, sem eru báðar skýjalausnir sem þýðir að ekki þarf að setja upp neinn búnað.

Samskiptaverslausnir

Genesys samskiptaver

Genesys er eitt stærsta merkið í lausnum fyrir samskiptaver. Það þjónar þúsundum viðskiptavina um allan heim. Lausnin getur annast allar samskiptaleiðir fyrirtækja í einu viðmóti þjónustufulltrúans. Einnig getur Genesys tengst við flestar tegundir CRM-kerfa og verkbeiðnakerfa. Þannig birtast strax upplýsingar og samskiptasaga viðskiptavina sem hafa samband. Kerfið er PCI-CSS vottað og uppfyllir GDPR staðla að öllu leyti.

Hægt er að fá Genesys lausnina sem skýjalausn eða sem staðlausn. Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu í lausninni og veita fría ráðgjöf við að finna það sem hentar þínum vinnustað.

Competella

Competella er norrænt félag sem hefur þróað öfluga samskiptaverslausn sem vinnur fullkomlega með Microsoft Teams. Lausnin hentar einstaklega vel sem skiptiborðslausn og eru mörg fyrirtæki á Íslandi að nýta sér lausnina nú þegar. Lausnin er 100% skýjalausn og þarf því ekki að setja upp neinn búnað til þess að nýta hana. Lausnin hentar smærri eða millistórum fyrirtækjum mjög vel og kemur í þremur útfærslum.

Upptökur

ASC er upptökulausn sem er í notkun hjá fyrirtækjum um allan heim og getur tekið upp flest samskipti fyrirtækja. Advania hefur sérhæft sig í Teams upptökulausninni en hún er 100% skýjalausn og þarf því ekki að setja upp neinn búnað til þess að nota lausnina.

Við eigum gott samstarf við

Fréttir um fjarvinnu

Yealink MeetingBoard – er gagnvirkur teikniskjár með fjarfundarbúnaði fyrir Microsoft Teams.
Nýja Latitude línan býður upp á ríkulegt úrval af eiginleikum til að auðvelda notendum alla notkun og umsýslu.
Sveigjanleiki og valfrelsi starfsfólks er lykilatriði. Fólk ætti að geta valið dag frá degi hvort það nýti sér þá aðstöðu sem vinnustaðurinn býður uppá eða leiti heim, á kaffihúsið eða í hverja þá aðstöðu sem hentar verkefnunum hverju sinni.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um funda- og samskiptalausnir? Microsoft Teams, teams sem símkerfi, fjarfundabúnað eða samskiptaver? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.