Viðburðir - 23.4.2024 09:26:20

Copilot fyrir byrjendur - Vefnámskeið 6. maí

Þann 6. maí næstkomandi heldur Advania námskeiðið Microsoft Copilot fyrir byrjendur. Um er að ræða fjarnámskeið og leiðbeinandi þess er Þóra Regína Þórarinsdóttir, sérfræðingur í gagnagreiningum. Námskeiðið spannar þrjár klukkustundir.

Microsoft Copilot fyrir byrjendur

Um er að ræða nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna.

Námskeiðið fer fram þann 6. maí 2024 frá 9:00-12:00.

Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir í hvaða Microsoft 365 vörum Copilot er aðgengilegur, hvernig er hægt að nota hann og hvernig hann getur hjálpað starfsfólki við að auka framleiðni, gæði og sjálfvirkni í daglegum störf innan Microsoft 365 svítunnar.

Þóra Regína Þórarinsdóttir leiðbeinandi námskeiðsins er sérfræðingur í gagnagreiningum hjá Advania. Þóra býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og margra ára reynslu í fjármálastjórn og gagnagreiningum, bæði á Íslandi og í Bretlandi.

Á námskeiðinu er farið í gegnum atriði á borð við:

  • Hvað er Copilot?
  • Í hvaða lausnum er hann aðgengilegur?
  • Hvernig á að hafa samskipti við Copilot?
  • Sýnidæmi úr Microsoft svítunni (Outlook, Teams, Word, Excel og Powerpoint) á notkunarmöguleikum.
  • Athugið að áhersla er lögð á að skilningur fáist á því hvernig hægt er að nýta sér og nota Copilot við dagleg störf.

Ávinningur af námskeiði:

  • Þekking á því hvað Copilot er.
  • Skilningur á því hvernig er hægt að nýta sér gervigreind til að auka framleiðni og sjálfvirknivæðingu með Copilot.
  • Skilningur á því hvernig er best að haga samskiptum, til að ná sem bestum árangri með Copilot.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.