Daníel Sigurður Eðvaldsson hefur gengið til liðs við Advania.

Fréttir - 22.9.2025 08:00:00

Daníel Sigurður nýr tækni- og þjónustustjóri á Akureyri

Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.

Daníel starfar á Akureyri og þjónustar þar fjölbreyttan hóp lykilviðskiptavina Advania. Advania flutti í sumar starfsstöðina á Akureyri í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Austursíðu 6.

Daníel kemur til Rekstrarlausna Advania frá TDK þar sem hann starfaði sem umsjónarmaður UT kerfa og sem kerfisstjóri frá árinu 2018.

„Ég hlakka til að taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem Advania er í þegar kemur að tæknimálum og þjónustu til viðskiptavina. Ég hef góða reynslu af Advania sem viðskiptavinur og því er sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri og verða hluti af hópnum,“ segir Daníel.

„Það er okkur sönn ánægja að fá Daníel Sigurð í öflugt lið tækni- og þjónustustjóra og um leið styðja enn betur en áður við ört stækkandi hóp viðskiptavina í hýsingar og rekstrarþjónustu á Norðurlandi,“ segir Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri hjá Rekstrarlausnum Advania.

„Við sjáum vaxandi þörf fyrir persónulega og framsækna ráðgjöf í takti við hraða þróun í upplýsingatækni. Tækni- og þjónustustjórar sinna mikilvægu ráðgjafarhlutverki til lykilviðskiptavina, í samvinnu við sérfræðinga og rekstrarteymi Advania.“

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.