Uppfært: 20.01.2025 - Greinin birtist upphaflega: 20.01.2025

Endalok Windows 10 nálgast

Microsoft hefur tilkynnt að núverandi útgáfa af Windows 10 sé sú síðasta sem verður gefin út. Öllum stuðningi við stýrikerfið verður hætt 14. október næstkomandi.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Windows 10 hefur staðið vaktina í PC vélum í fjöldamörg ár, en nú styttist í að þetta víðfræga stýrikerfi setjist í helgan stein. Síðla árs 2025 verða öryggisuppfærslur ekki lengur gefnar út og því mikilvægt fyrir vinnustaði að huga að uppfærslu í Windows 11. Þessa nýjasta útgáfa stýrikerfisins er ekki bara nútímaleg og ótrúlega þægileg í notkun, heldur er Windows 11 hratt að verða staðallinn í PC heiminum.

Get ég uppfært í Windows 11?

Flestar tölvur með áttundu kynslóð Intel örgjörva og yngri geta uppfært úr Windows 10. Það er ekki ólíklegt að ef vélin þín styður Windows 11, að hún sé nú þegar búin að uppfæra sig. Intel setti upp prýðilegar leiðbeiningar á vefsíðu sinni þar sem notendur geta kannað hvort tölva sé uppfæranleg:

Hvað ef ég get ekki uppfært tölvuna mína?

Ef tölvan er ekki uppfæranleg, gæti verið kominn tími til að setja hana á eftirlaun og endurnýja tölvukostinn. Við mælum sérstaklega með Latitude 5450, sem er ein af okkar vinsælustu fartölvum:

Dell Latitude 5450 fartölva Ultra 5

Vönduð fartölva úr Latitude 5000 fyrirtækjalínunni. Kemur með Ultra 5 Intel örgjörva, 32GB vinnsluminni og 512GB SSD geymslumiðli. 3 ára ábyrgð á vél, disk og rafhlöðu. Umhverfisvænni fartölva framleidd m.a. úr bio-based efnum.

Dell Latitude 5450 fartölva Ultra 5

Þarftu aðstoð við að endurnýja?

Sérfræðingar Advania eru boðnir og búnir að aðstoða vinnustaði við að finna rétta búnaðinn. Í vefverslun Advania má finna réttu græjurnar í verkið en ef þig vantar aðstoð, erum við alltaf til staðar.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.