Sascha Meier, Errol Norlum og Aurora Gaimon eru á meðal fyrirlesara Haustráðstefnunnar í Hörpu.

Fréttir - 25.8.2025 07:00:00

Framtíð gervigreindar tekin fyrir í Hörpu 4. september

Haustráðstefna Advania fer fram 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn er á vefnum en seinni daginn fyllum við Silfurberg í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Fyrir hádegi verður áherslan á gervigreind á ráðstefnunni en eftir hádegi færum við okkur yfir í netöryggi, nýsköpun og sjálfbærni.

Þessa dagana eru íslensk fyrirtæki að kortleggja stærri skref í gervigreindinni og því lá beint við að beina sviðsljósinu á þetta mikilvæga viðfangsefni á ráðstefnunni. Við fáum til landsins marga erlenda sérfræðinga á þessu sviði og verður farið yfir það sem er framundan ásamt því að skoða nánar helstu áskoranir og tækifæri.

Errol Norlum forstjóri og stofnandi The AI Framework í Svíþjóð er einn af aðalfyrirlesurum Haustráðstefnunnar í ár. Errol leiddi gervigreindarteymi H&M Group áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki en hefur síðustu ár verið ráðgjafi fjölda fyrirtækja um alla Evrópu þegar kemur að innleiðingu gervigreindar til að ná meiri árangri. Eftir að Advania keypti The AI framwork í sumar hefur hann tekið að sér að leiða gervigreind innan Advania samstæðunnar. Hann hefur einstaka þekkingu og reynslu sem hann ætlar að deila með áhorfendum í Hörpu. Meðal annars fjallar hann um það hverni fyrirtæki geta haldið sínum fókus í þessari spennandi vegferð sem gervigreindin er.

Dirk Darfuss frá NVIDIA ætlar að veita innsýn í þróun gervigreindar. Hann fer einnig yfir það hvernig NVIDIA styður við að móta atvinnugreinar, hraða nýsköpun og breyta hagkerfum um allan heim.

Gervigreindarsérfræðingurinn Aurora Gaimon ætlar að fjalla um það sem gervigreindin krefst af okkur. Hvað þýðir það raunverulega fyrir fyrirtæki að verða tilbúin fyrir gervigreind. Sascha Meier frá Dell ætlar að tala um sviðsmyndina næstu fimm árin í gervigreind, ofurtölvur og vélmenni. Neil Sholay hefur síðustu ár leitt gervigreindarvegferð Oracle (Vice president of AI). Á ráðstefnunni ætlar meðal annars að fara yfir það hvernig hægt er að mæla áhrif gervigreindar á rekstur og hvernig fyrirtæki geta tryggt saumlausari innleiðingu gervigreindarinnar.

Fjárfestirinn Morten Johnstad-Møller ætlar svo að tala um það hvernig gervigreindin hefur algjörlega gjörbreytt því hvernig við vinnum og hvað það þýðir.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.