Nú geta einstaklingar frá yfir 50 löndum í fyrsta sinn undirritað með fullgildri rafrænni undirskrft í Signet

Fréttir - 20.3.2023 15:06:55

Fullgildar rafrænar undirritanir frá yfir 50 löndum í einni lausn

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.

Á síðasta ári fór Advania af stað í að finna lausn til þess að erlendir aðilar geti undirritað með Signet. Það var mikil eftirspurn eftir slíkri lausn og við fengum reglulega fyrirspurnir frá okkar viðskiptavinum hvort hægt væri að senda skjöl í undirritun til erlendra aðila. Lausnin nýtist einnig Íslendingum sem eru staddir erlendis og geta ekki mætt í bankann eða annan afgreiðslustað Auðkennis til þess að fá íslensk rafræn skilríki.

Advania vildi bjóða upp á fullgildar rafrænar undirritanir en þá þurfa undirritendur að vera með fullgild rafræn skilríki frá vottuðum aðila. Líkt og að mæta í bankann og fá útgefin rafræn skilríki geta einstaklingar sótt sér skilríki í appi með þessari lausn. Í appinu þurfa einstaklingar að taka mynd af vegabréfinu sínu og fara í gegnum andlitsgreiningarferli með því að taka myndband af andliti sínu í símanum.

Signet tryggir að aðilar frá yfir 50 löndum geti auðkennt sig inn, sent skjöl í undirritun og undirritað skjöl með fullgildri rafrænni undirritun.

Undirritanirnar eru því fullgildar, byggðar á fullgildum rafrænum skilríkjum frá erlenda útgáfuaðilanum Evrotrust og er bæði fyrir einstaklinga innan og utan Evrópu.

Lausnin nýtist jafnframt fyrirtækjum með skrifstofur í fleiri löndum en á Íslandi þannig að ekki þarf mismunandi lausnir á milli landa. Lausnin er einföld í notkun og nýskráningarferlið hefur verið gert eins hnökralaust og mögulegt er.

Með því að bjóða upp á rafrænar undirritanir fyrir erlenda aðila geta fyrirtæki og einstaklingar leyst ýmis mál á fljótlegan og auðveldan hátt í stöðu gæti annars reynst hægara sagt en gert að leysa.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.