Fréttir - 5.9.2025 09:00:00

Fullt út úr dyrum á Haustráðstefnu Advania í Hörpu

Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.

Áherslurnar í ár voru á gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun. Yfir 30 fyrirlesarar komu fram á Haustráðstefnunni í ár og gáfu áhorfendum fullt af nýrri þekkingu og alvöru innblástur inn í haustið.

Einnig héldum við fjölda hliðarviðburða með okkar samstarfsaðilum, bæði í Hörpu og í Grósku. Samstarfsaðilar ráðstefnunnar í ár voru Dell Technologies og NVIDIA ásamt Microsoft, Oracle, Nanitor, CISCO og Verkada. Næsta Haustráðstefna Advania fer fram 9.-10. september 2026.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem fangar stemninguna í Hörpu.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.