Ralph Stocker og Þórður Ingi Guðmundsson að lokinni vel heppnaðri vinnustofu.

Fréttir - 14.5.2025 21:28:54

Fullt út úr húsi á vinnustofu um krafta gervigreindar

Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.

Í þessari viku tekur nýsköpun yfir borgina í tilefni af Iceland Innovation Week og Advania og NVIDIA taka saman þátt í ár. Í gær var haldin sérstök vinnustofa í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni. Viðfangsefnið var hagnýting gervigreindar í íslensku atvinnulífi.

Við hófum leika á i vinnustofu þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að deila sín á milli af eigin sýn og reynslu. Fóru strax af stað áhugaverðar umræður varðandi helstu áskoranir og tækifæri sem fyrirtæki standa frami fyrir í tengslum við innleiðingu gervigreindar í sinni starfsemi. Umræðunum stýrði Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania ásamt góðum hópi starfsfólks Advania.

Eftir að umræðunum lauk steig Ralph Stocker sérfræðingur hjá NVIDIA á sviðið. Fór hann í gegnum NIM Workshop frá tæknirisanum. Tóku allir þátttakendur þátt á eigin tölvum á þessu gagnlega námskeiði. Sýndi hann þar meðal annars hvernig nýta má NIM vettvanginn til að einfalda og hraða útfærslu á gervigreindarlausnum. Spurningum rigndi úr salnum og er ljóst að áhuginn á að læra að nýta krafta gervigreindar fer svo sannarlega ekki minnkandi.

Viðburðurinn endaði á tengslamyndun þar sem áfram var rætt um helstu áskoranir og öll tólin og tækifærin sem í boði eru þegar kemur að gervigreind á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.