12.09.2024

Geðheilbrigði á vinnustað - vitundarvakning og ráðstefna

Á Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis, 10. október, standa Advania og Mental ráðgjöf fyrir ráðstefnu ætlaðri áhugasömum stjórnendum og öðrum fulltrúum vinnustaða. Yfirskrift ráðstefnunnar er Geðheilbrigði á vinnustað.

Ráðstefnan er hluti af vitundarvakningu um geðheilbrigði. Advania tekur þátt í átakinu og hvetur aðra vinnustaði hér á landi til að gera slíkt hið sama. Dagana 7.-11. október verður sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði vinnustaðarins með fyrirlestrum og fræðslu.

Ráðstefna um geðheilbrigði á vinnustað

Ráðstefnan fer fram 10. október í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni 10 frá 9 til 10:30. Húsið opnar kl. 8:30.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða:

  • Ketill Berg Magnússon, Mannauðsstjóri Marel í N-Evrópu
  • Sigrún Ósk Jakobsdóttir, Mannauðsstjóri Advania
  • Sindri Már Hannesson, Markaðsstjóri Tixly
  • Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Sóley Kristjándóttir, stuðnings- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar
  • Helena Jónsdóttir, Stofnandi Mental

Fundarstjóri er Ásdís Eir Símonardóttir. Að loknum snörpum erindum fyrirlesara er gert ráð fyrir pallborðsumræðum og tekið verður við spurningum úr sal.

Um átakið

Mental ráðgjöf heldur upp á Alþjóðlegan dag geðheilbrigðis 10. október sérstaklega hátíðlega í ár í  samstarfi við Advania, Visku – stéttarfélag, Reykjavíkurborg, Tixly – tix.is, Tryggingastofnun og Mannauð – félag mannauðsfólks á Íslandi. Þessi ráðstefna er hluti af vitundarvakningu 7.-11. september um geðheilbrigði á vinnustöðum þar sem ætlunin er að vekja svo um munar máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi.

Fleiri fréttir

Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.