Sögur frá viðskiptavinum - 17.1.2023 12:30:06

Háskólinn í Reykjavík notar 50skills

Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, segir okkur hvernig 50skills hjálpar til við hið stóra verk að ráða inn nýtt starfsfólk.

Í myndbandinu segir Ester:

Við vildum samræma ráðningarnar og ráðningarferlið í heild sinni. Það eru mjög margir sem koma að ráðningunum, bæði starfsfólk, stjórnendur og svo líka ytri aðilar. Við erum hvað, 3700 nemendur og starfsfólkið okkar er 300. Við erum með 350 verktaka, 100 doktorsnema, þannig þetta er stórt háskólasamfélag.

Ástæðan fyrir að við völdum 50skills í upphafi er að við vorum að leita að tóli sem í rauninni er einfalt og með gott viðmót fyrir umsækjendur. Að það sé einfalt og skýrt og tekur ekki langan tíma að sækja um, en að sama skapi einfalt og skýrt fyrir þá aðila sem eru að vinna með umsóknirnar. Sem eru talsvert margir í HR.

Við þurftum að samræma í raun verkferla í ráðningum frá A til Ö. Stór ávinningur við þetta kerfi að það er í rauninni þessi sjálfvirknivæðing hvernig gögnin flæða frá því að umsækjandinn fyllir út onboarding form og allar þær upplýsingar sem hann þarf að gefa á þessu stigi, á meðan stjórnandinn fyllir út sinn helming af ráðningarsamningnum og þær upplýsingar í leiðinni sem þarf að fara inn í öll kerfi, að þá í rauninni ákváðum við að taka innleiðingaferlið bara alla leið.

Allar þessar upplýsingar, þær í rauninni flæða allar á rétta staði. Þannig það þarf í rauninni bara að pikka einu sinni inn. Ekki tvisvar-þrisvar-fjórum sinnum, eins og kannski var áður, heldur fara allar upplýsingarnar allar inn í launakerfið og inn í starfsmannakerfið. Eftir að við tókum upp 50skills þá hefur í raun ráðningarferlið styst að því leiti að það er miklu skýrara og það er ein samfella.

Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.