Framúrskarandi ráðningaferli
Markmið 50skills er að bjóða umsækjendum og stjórnendum framúrskarandi upplifun af ráðningarferli. Kerfið er hannað til að vera sérstaklega notendavænt. Það aðstoðar stjórnendur við að finna umsækjendur og vinna á skilvirkari hátt úr umsóknum. Teymisvinna er gerð einfaldari og auðvelt er að deila upplýsingum með öðrum í ráðningarteyminu.
Innan fyrirtækja er hægt að aðgangsstýra umsóknum og gefa stjórnendum kost á að hafa beint samband við umsækjendur.
Lítið mál að virkja nýtt starfsfólk
Upplýsingar sem umsækjandi setur inn í 50skills, geta fylgt honum inn í önnur kerfi.
Í ráðningarferlinu fær nýtt starfsfólk póst þar sem það setur inn upplýsingar í öll innri kerfi eins og launa-, mannauðs- og tímaskráningarkerfi, Workplace og fleira. Ráðningarferlið er klárað með öllum gögnum sem þarf til að virkja nýtt starfsfólk á vinnustaðnum.
Starfsauglýsingar fyrir samfélagsmiðla
Tenging við samfélagsmiðla gerir dreifingu á atvinnuauglýsingum einstaklega auðvelda. Mikil áhersla er lögð á að tryggja að atvinnuauglýsingar fái góða dreifingu og að hægt sé að umbuna starfsfólki ef það aðstoðar við að finna rétta manneskju í starfið.
Ákvarðanir með hjálp gagna
Með því að safna réttu gögnunum getur mannauðsfólk stutt við faglega mælikvarða í ráðningarferlinu svo sem með upplýsingum um kynjahlutföll, kostnað, tíma, menntunarstig eða aðrar breytur. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að geta tekið ákvarðanir út frá gögnum. 50skills býður upp á þann möguleika að nýta upplýsingar sem safnast sjálfvirkt og tengjast ráðningarferlinu.
Hægt að fá sérsniðnar skýrslur úr 50skills og samþætta við viðskiptagreindartól.
Fréttir af mannauðsmálum
Spjöllum saman
Viltu vita meira um 50skills? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.