50skills

50skills er heildstæð lausn í ráðningum sem hentar öllum stærðum fyrirtækja. Kerfið býður upp á góða yfirsýn fyrir stjórnendur og vinnur á skilvirkan hátt úr umsóknum.

Spjöllum saman
einfaldari ráðningar

Allur ráðningaferillinn á einum stað

Einfalt að virkja nýja starfsmenn
Sérhannaðar starfsauglýsingar fyrir samfélagsmiðla
Framúrskarandi upplifun í umsóknarferlinu

Framúrskarandi ráðningaferli

Markmið 50skills er að bjóða umsækjendum og stjórnendum framúrskarandi upplifun af ráðningarferli. Kerfið er hannað til að vera sérstaklega notendavænt. Það aðstoðar stjórnendur við að finna umsækjendur og vinna á skilvirkari hátt úr umsóknum. Teymisvinna er gerð einfaldari og auðvelt er að deila upplýsingum með öðrum í ráðningarteyminu. 

Innan fyrirtækja er hægt að aðgangsstýra umsóknum og gefa stjórnendum kost á að hafa beint samband við umsækjendur.

Spjöllum saman um ráðningar

Lítið mál að virkja nýtt starfsfólk

Upplýsingar sem umsækjandi setur inn í 50skills, geta fylgt honum inn í önnur kerfi. 

Í ráðningarferlinu fær nýtt starfsfólk póst þar sem það setur inn upplýsingar í öll innri kerfi eins og launa-, mannauðs- og tímaskráningarkerfi, Workplace og fleira. Ráðningarferlið er klárað með öllum gögnum sem þarf til að virkja nýtt starfsfólk á vinnustaðnum.

Starfsauglýsingar fyrir samfélagsmiðla

Tenging við samfélagsmiðla gerir dreifingu á atvinnuauglýsingum einstaklega auðvelda.  Mikil áhersla er lögð á að tryggja að atvinnuauglýsingar fái góða dreifingu og að hægt sé að umbuna starfsfólki ef það aðstoðar við að finna rétta manneskju í starfið.

Ákvarðanir með hjálp gagna

Með því að safna réttu gögnunum getur mannauðsfólk stutt við faglega mælikvarða í ráðningarferlinu svo sem með upplýsingum um kynjahlutföll, kostnað, tíma, menntunarstig eða aðrar breytur. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að geta tekið ákvarðanir út frá gögnum. 50skills býður upp á þann möguleika að nýta upplýsingar sem safnast sjálfvirkt og tengjast ráðningarferlinu.

Hægt að fá sérsniðnar skýrslur úr 50skills og samþætta við viðskiptagreindartól.

Fréttir af mannauðsmálum

Hér má heyra reynslu Össurar af því að innleiða H3 launakerfi og Bakvörð tímaskráningakerfi.
Sveigjanleiki og valfrelsi starfsfólks er lykilatriði. Fólk ætti að geta valið dag frá degi hvort það nýti sér þá aðstöðu sem vinnustaðurinn býður uppá eða leiti heim, á kaffihúsið eða í hverja þá aðstöðu sem hentar verkefnunum hverju sinni.
Hvað höfum við lært um ráðningaferli á árinu 2020? Hvernig tókust fyrirtæki á við áskoranir ársins og hvernig ætla þau að nýta þann lærdóm 2021? Hvernig aðlagast vinnustaðir breyttri menningu í ráðningum og hvernig verður vinnuframlag metið?
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um 50skills? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.