Advania básinn 2024. Mynd: Mannauður
Blogg - 24.9.2025 07:00:00Hittumst á Mannauðsdeginum í Hörpu
Mannauðsdagurinn er stærsta samkoma mannauðsfólks á hverju ári. Sem fyrr ætlar Advania að vera með viðveru á sýningarsvæði ráðstefnunnar, en þetta árið erum við sérstaklega spennt fyrir að kynna enn meira af lausnaframboði okkar á fjölmörgum básum.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Viltu skapa meiri tíma fyrir mannlega þáttinn?
Mannauðslausnir Advania verða á sínum stað í Hörpuhorni, líkt og áður. Komdu við í kaffi og kynntu þér fjölbreytt vöruframboð okkar. Við veitum innsýn í lausnirnar og svörum öllum þínum spurningum.
Kynntu þér lausnir sem einfalda dagleg verkefni og skapa rými fyrir það sem skiptir máli:
- H3 Laun
- H3 Mannauður
- Samtal
- Flóra
- Vera
- Bakvörður
- VinnuStund
- Matráður
- 50skills
Komdu hlutunum í verk með réttu græjunum
Þetta árið ætla innviðalausnir Advania að vera með sérstakan sýningarbás í Hörpuhorni. Þar ætlum við að sýna stjórnendum og mannauðsfólki hvernig best er að para saman græjur og starfsfólk - og bjóða þannig nýtt starfsfólk sérstaklega velkomið.
Business Central - miklu meira en bókhaldskerfi
Business Central teymi Advania verður með bás í Norðurljósum. Kíktu við og kynntu þér okkar fjölbreytta úrval viðbóta sem gera þér kleift að hafa allt á einum stað - þar á meðal Advania launakerfið í Business Central, tengingar við H3 og Bakvörð, ásamt fjölda annarra lausna sem einfalda þér og þínu starfsfólki lífið.