Helgi Björgvinsson og Þóra Rut Jónsdóttir. Advania/Jón Snær Ragnarsson

27.05.2024

Lausn sem styður við sjálfbærnivegferð okkar viðskiptavina

Á Nýsköpunarvikunni 2024 kynnti Advania nýja lausn sem  hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná utan um umhverfisþætti tengda sjálfbærniskýrslum og grænu bókhaldi. Lausnin hefur vinnuheitið Kolfinna.

„Lausnin okkar auðveldar við að finna kolefnisfótspor og aðrar þær upplýsingar sem þarf til að standa skil á umhverfisþáttum í rekstri fyrirtækja og stofnana,“ segir Helgi Björgvinsson forstöðumaður hugbúnaðarlausna hjá Advania.

„Við finnum það að okkar viðskiptavinir vilja vera hluti af lausninni og taka ábyrgð sinni á þessu sviði alvarlega. Kolfinna aðstoðar með sjálfbærniupplýsingagjöf þegar kemur að umhverfisþáttum.“

Það eru stöðugt vaxandi kröfur gerðar til ríkisstofnana og stærri fyrirtækja þegar kemur að upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni. Það getur því verið mjög íþyngjandi vinna við að afla upplýsinga og vinna útreikninga til að standa skil á þessari upplýsingagjöf.

„Það kom til okkar viðskiptavinur sem færði það í tal við okkur hvort það væri virkilega ekki hægt að gera þetta á snjallari hátt – hvort það mætti ekki auka sjálfvirkni á þessu sviði. Við skoðuðum málið enda höfum við góða þekkingu á viðskiptakerfum og rafrænum reikningum. Í kjölfarið fórum við af stað með að þróa þessa lausn sem fellur vel að metnaði Advania í sjálfbærnimálum.“

Verðugt viðfangsefni

Advania á Íslandi hefur um árabil haft mikinn metnað til að vera leiðandi á sviði sjálfbærnimála – hvort sem það er tengt félagslegum þáttum, umhverfisþáttum eða stjórnarháttum.

„Þannig höfum við til dæmis lagt áherslu á að þekkja og lágmarka umhverfisáhrif Advania og styðja við hringrásarhagkerfið og einnig að tryggja jöfn tækifæri fólks af öllum kynjum,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir forstöðumaður sjálfbærni Advania.

Advania/Jón Snær Ragnarsson

Advania/Jón Snær Ragnarsson

„Sem dæmi setjum við okkur sjálfbærnimarkmið fyrir árið – hver viðskiptaeining fyrir sig. Markmið sem ber hátt innan fyrirtækisins þetta árið er að auka skilning og þekkingu starfsfólks á málefnum tengdu sjálfbærni og höfum við til dæmis verið að halda námskeið fyrir fjölda starfsmanna í því sambandi. Þannig viljum við auka þekkingu og vitund innan félagsins og gera okkur betur fær að takast á við málefni tengd sjálfbærni með okkar viðskiptavinum.“

Helgi segir að viðbrögðin við nýju lausninni hafi verið mjög góð.

„Við erum komin með lausn sem getur virkilega hjálpað fjölda viðskiptavina og teymið á bakvið Kolfinnu hefur auðvitað afskaplega gaman af því að ná árangri í svo verðugu viðfangsefni sem er að styðja við sjálfbærnivegferð okkar viðskiptavina.“

Hér fyrir neðan má horfa á viðtal við Helga um verkefnið í Advania LIVE Nýsköpunarvikunni í Kolaportinu.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.