Blogg - 18.9.2024 13:41:09

Liggja verðmæti í skúffum þíns vinnustaðar?

Allt gott þarf að taka enda eins og segir í kvæðinu. En þarf það endilega að eiga við tölvubúnað sem vinnustaðir eru hættir að nota?

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Tölvubúnaður er án efa bakbeinið í rekstri flestra fyrirtækja í dag. Án tölva, skjáa, gagnageymsla og jafnvel lyklaborða kæmist lítið í verk. Það hefur óneitanlega í för með sér að vinnustaðir kaupa, nota og fleygja talsverðu magni af búnaði á ári hverju. Sem getur að endingu framleitt ofgnótt af rafrusli ef ekki er haldið rétt á spilunum. Þarna viljum við koma inn í.

Gefðu þínum búnaði framhaldslíf

Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu á tölvubúnaði og farga úreltum eða óþörfum tölvubúnaði og vélbúnaði á öruggan og ábyrgan máta. Advania tryggir að gömlu tækin séu endurunnin, endurnýtt eða gert við þau til að þau nýtist áfram.

Þú getur valið á milli þriggja leiða til að veita þínum gamla búnaði, sem henta eftir ástandi hans:

  • Endurnýting: Advania tekur á móti tölvubúnaði frá fyrirtækjum, lætur yfirara hann, eyðir gögnum af honum og gerir kláran fyrir nýtt hlutverk. Þetta er t.d kjörið ef fyrirtæki vilja nýta búnað í önnur verk eða jafnvel afhenda starfsfólki til eignar.
  • Endursala: Advania tekur við gömlum búnaði og gefur inneign upp í nýjan. Gert er við tæki, þau eru yfirfarin, endurbyggð og seld í gegnum samstarfsaðila. Ef endurnýjun búnaðar er í gangi, er þarna því hægt að lækka verð í innkaupum á einfaldan hátt.
  • Endurvinnsla: Ef ekki er hægt að endurnýta tæki, endurvinna samstarfsaðilar Advania íhluti þeirra og hráefni á umhverfisvænan hátt. Með þessu er hægt að sporna við að gamall búnaður endi í landfyllingum, og tryggja lágmarks umhverfisáhrif.

Hvernig hefst ég handa?

Að vera hluti af lausninni á ekki að vera flókið. Advania kappkostar við að ferillinn sé einfaldur fyrir viðskiptavini og fylgir því einn sérfræðingur málinu frá upphafi til enda, og sér til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Við eða samstarfsaðili okkar sækir búnaðinn beint á vinnustaðinn og kemur í réttan farveg. Það eina sem þú þarf að gera til að hefjast handa, er að fylla út formið á lendingarsíðu verkefnisins - og við sjáum um rest.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.