Blogg - 10.9.2025 16:33:52

NVIDIA gefur innsýn í framtíð gervigreindar

Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Sérstök áhersla var lögð á CUDA-vinnslukerfið og hvernig það hefur gert það mögulegt að keyra flókin verkefni í myndgreiningu og gervigreind.

Kynnt voru spennandi dæmi um hvernig NVIDIA hefur stutt við þróun stórra málalíkana, m.a. með því að veita OpenAI aðgang að öflugum vélbúnaði. Einnig var fjallað um hvernig NVIDIA hefur þróað hugbúnaðarlausnir sem gera fyrirtækjum kleift að nýta gervigreind í starfsemi sinni með góðum árangri t.d. í heilbrigðisþjónustu, bílaframleiðslu og fleiri greinum.

Fulltrúar Nvidia lögðu áherslu á að framtíðin liggi í AI -agent, sem eru sjálfstæðar gervigreindarþjónustur sem geta aðstoðað starfsmenn í daglegum verkefnum. Þeir spá því að fyrir árið 2028 muni flest fyrirtæki nýta slíka tækni í rekstri sínum.

Sjáðu upptöku af fundinum

Tímamóta samstarf Advania og NVIDIA

Advania er Elite Partner hjá NVIDIA. Í fyrsta skipti á Íslandi, býðst fyrirtækjum að fá aðgang að nútíma gervigreindarvélbúnaði í áskrift sem hýstur er innanlands. Þetta gerir fyrirtækjum og stofnunum auðveldar fyrir að hefja sína gervigreindarvegferð, og gerir þeim kleift að skala vinnslum eins og hentar.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.