Blogg - 12.5.2025 13:32:26

NVIDIA Spark er á leiðinni

Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Í boði verða tvær útgáfur af tölvum með nýja vélbúnaðinum. Önnur er Founders útgáfan frá NVIDIA og hin er Dell Pro Max GB10. Nákvæm verð og afhendingartími koma í ljós á allra næstu vikum, og áhugasamir fá fyrstir að frétta.

NVIDIA DGX Spark Founders Edition

Fyrsta útgáfan frá NVIDIA er kölluð Founders Edition. Þetta er fagurgyllta vélin sem við höfum séð á öllum myndunum.

  • NVIDIA GB10 Grace Blackwell ofurflaga
  • 1,000 AI TOPS af FP4 AI afli
  • 128GB minni
  • ConnectX-7 Smart NIC
  • Allt að 4TB geymsluminni
  • 150mm x 150mm x 50.5mm

Dell Pro Max GB10

Okkar menn hjá Dell verða með þeim fyrstu til að bjóða upp á tölvu með NVIDIA vélbúnaðinum.

  • NVIDIA GB10 Grace Blackwell ofurflaga
  • 128GB LPDDR5x minni
  • Styður allt að 200Bn parameter models
  • Eitt Petaflop (1000 TFLOPS) af FP4 tölvunarafli
  • Dual ConnectX-7 SmartNIC
  • NVIDIA DGXTM OS á Linux & NVIDIA AI Enterprise hugbúnaður

Sem fyrr segir, kemur verð og afhending í ljós á allra næstu vikum. Opnað hefur verið fyrir forpantanir.

Fleiri fréttir

Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Blogg
22.05.2025
Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.