businesscentral.advania.is - 26.9.2025 16:17:09

Ný útgáfa af Business Central - hvað er væntanlegt?

Tvisvar á ári eru gefnar út stórar uppfærslur af Business Central sem færa með sér nýja möguleika, betrumbætur og þróun í takt við þarfir notenda og tækninýjungar. Í þessari færslu verður farið yfir hvernig útgáfurnar virka, hvað er nýtt í haustútgáfunni 2025 og síðast en ekki síst: morgunverðarfundurinn okkar. Ekki gleyma að skrá þig!

Hvernig virka útgáfurnar í Business Central?

Microsoft gefur út tvær stórar uppfærslur af Dynamics 365 Business Central á ári, svokallaðar Release Waves:

  • Wave 1: apríl–september
  • Wave 2: október–mars

Hver útgáfa fær nýtt útgáfunúmer (t.d. 27.0, 27.1 o.s.frv.) og inniheldur bæði nýja virkni og betrumbætur á núverandi eiginleikum. Fyrirtæki sem nota Business Central í skýinu fá þessar uppfærslur sjálfkrafa, en hafa þó ákveðinn sveigjanleika varðandi:

  • Dagsetningu uppfærslu
  • Tíma dags sem uppfærsla fer fram

Þetta má stilla í Admin Center, sem aðgengilegt er fyrir notendur með Global admin réttindi, í gegnum Business Central t.d.

Eiginleikastjórnun (e. Feature Management)

Í hverri útgáfu eru einnig ákveðnir eiginleikar sem þarf sérstaklega að virkja í gegnum Eiginleikastjórnun. Þetta gefur fyrirtækjum tækifæri til að prófa nýjungar áður en þær verða sjálfgefnar í framtíðarútgáfum.

Ný útgáfa í október

Í október kemur út Business Central 2025 Release Wave 2, sem spannar útgáfurnar 27.0 til 27.5 og nær yfir tímabilið október 2025 til mars 2026.

Nýjungar og betrumbætur í þessari útgáfu snúa helst að:

  • Copilot eiginleikum
  • Gervigreindar fulltrúum (Copilot Agents)
  • Skýrslugerð og greiningu
  • Sjálfbærni og umhverfismálum

Morgunverðarfundur hjá Advania

Við hjá Advania höfum gert það að föstum lið að halda morgunverðarfund þegar ný Release Wave kemur út – og við ætlum ekki að bregða út af vananum núna.

Þann 9.október bjóðum við til Business Central morgunverðarfundar þar sem farið verður yfir nýju útgáfuna ásamt því að kynna þær nýjungar og betrumbætur sem hafa verið gerðar á viðbótunum okkar.

Skráðu þig á viðburðinn með hlekknum hér að neðan og fáðu innsýn í það sem er framundan í Business Central!

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.