Fréttir - 20.6.2025 12:42:02

Nýr vefur Seðlabanka Íslands

Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands

Advania hefur með stolti unnið að þróun og hönnun nýs vefs Seðlabanka Íslands, sem var formlega opnaður 2. apríl síðastliðinn. Nýi vefurinn býður upp á fjölmargar nýjungar og betrumbætur sem miða að því að bæta upplifun notenda og auka aðgengi að upplýsingum. Útlitshönnun var í höndum Jökulá hönnunarstofu. Mikil áhersla var lögð á myndræna framsetningu og aðgengi að gögnum.

Helstu eiginleikar nýja vefsins eru meðal annars:

  • Veftré í 13 yfirflokkum: Notendur geta raðað efni í stafrófsröð til að auðvelda leit.
  • Gagnatorg: Öll gagnabirting bankans er aðgengileg á einum stað.
  • Bætt framsetning gengisupplýsinga: Ný og bættu framsetning á gengisupplýsingum.
  • Fjórskipta leit: Auðveldar notendum að finna það sem þeir leita að.
  • Fréttir og efnisleg tög: Notendur geta skoðað safnsíður af efni tengdu ákveðnum viðfangsefnum.
  • Þekkingarbanka og neytendasíðu: Upplýsingar og fræðsla fyrir almenning.
Neytendasíður Seðlabankans bjóða upplýsingar og fræðslu til almennings á lifandi og skemmtilegan hátt

Neytendasíður Seðlabankans bjóða upplýsingar og fræðslu til almennings á lifandi og skemmtilegan hátt

Nýjasta tækni

Nýi vefur Seðlabanka Íslands er þróaður í Veva vefumsjónarkerfi sem byggir á .Net 8 tækni. Vefurinn nýtir SQL gagnagrunn til að geyma og vinna úr gögnum, en framendinn er gerður í Blazor, sem tryggir hraða og áreiðanlega notendaupplifun.

Vefurinn er einnig með samþættingar við ýmis ytri kerfi, þar á meðal gengis-gagnagrunn og póstsendingakerfi, sem auðveldar Seðlabankanum miðlun upplýsinga.

Ítarlegar öryggisprófanir voru gerðar á lausninni í heild sinni og var hún tekin út af óháðum sérfræðingum í öryggismálum til að tryggja hámarksöryggi og verndun gagna.

Nýjar gengissíður Seðlabankans birta nýjasta gengið í rauntíma

Nýjar gengissíður Seðlabankans birta nýjasta gengið í rauntíma

Vefurinn er í stöðugri þróun og Seðlabankinn hvetur notendur til að senda inn ábendingar um hvað betur má fara. Advania er stolt af því að hafa tekið þátt í þessu mikilvæga verkefni og hlakkar til að sjá hvernig nýi vefurinn mun nýtast notendum.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.