Fréttir, businesscentral.advania.is - 9.10.2025 12:00:00

Miklu meira en bókhaldskerfi

Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.

Fram komu Hugi Freyr Einarsson forstöðumaður Business Central, Jóhanna Kolbjörg Sigurþórsdóttir vörustjóri Business Central, Dröfn Teitsdóttir ráðgjafi í Business Central og Hjörtur Geirmundsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania.

Á viðburðinum var einnig farið yfir allar nýjungar í viðbótum Advania og kynntir möguleikar á sjálfvirkni sem og tengingum við önnur kerfi. Að lokum var farið yfir hvernig Microsoft Dynamics 365 Business Central styður við sjálfbærni og rekjanleika í rekstri.

Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Advania í Reykjavík Guðrúnartúni 10 en einnig var hægt að fylgjast með í beinu streymi frá starfsstöð okkar að Austursíðu 6 á Akureyri og frá Setrinu Vinnustofu á Egilsstöðum. Upptaka frá fundinum var einnig send á alla sem voru skráðir. Upptökuna má nálgast í gegnum vef Advania með því að skrá sig inn.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.