Elísabet Ingadóttir deildarstjóri og Sunna Þrastardóttir teymisstjóri í þjónustuveri Reykjavíkurborgar.

Fréttir - 5.10.2022 14:19:40

Sérsniðin þjónustuupplifun með Genesys

 Genesys er eitt stærsta nafnið í samskiptabransanum og var nýverið valið í áttunda sinn af Gartner sem leiðandi lausn fyrir samskiptaver. Í tilefni þess bauð Advania til morgunverðarfundar þar sem áhugaverðar reynslusögur voru sagðar.

Genesys er eitt stærsta nafnið í samskiptabransanum og var nýverið valið í áttunda sinn af Gartner sem leiðandi lausn fyrir samskiptaver. Í tilefni þess bauð Advania til morgunverðarfundar þar sem áhugaverðar reynslusögur voru sagðar.

Joakim Skalberg frá Genesys fór yfir sýn fyrirtækisins á hvernig hægt sé að sersníða þjónustuupplifun að viðskiptavinum með gervigreind og réttri gagnasöfnun. Hann sagði frá lausn sem kallast Workforce engagement management (WEM) en hún heldur utan um skipulag, mönnun vakta, álagstíma, frí og fleira sem viðkemur samskiptaverum. Lausnin býður einnig uppá þann möguleika að setja upp leiki og keppnir fyrir starfsfólk.

Hér má sjá stutt viðtal við Joakim.

⁠⁠⁠⁠⁠⁠⁠Egill Árni Pálsson sérfræðingur Advania í samskiptalausnum fór með stutt erindi um mikilvægi þarfagreininga og undirbúnings verkefna áður en lagt er af stað með nýtt samskiptaver.

Elísabet Ingadóttir deildarstjóri og Sunna Þrastardóttir teymisstjóri í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, fóru yfir hvernig Genesys skýjalausnin hefur styrkt þjónustuver borgarinnar og spilar stórt hlutverk í stafrænni vegferð sveitarfélagsins.

Viðburðurinn var vel sóttur og fer ánægðum viðskiptavinum ört fjölgandi hér á ladndi. Advania hefur þjónustað Genesys-lausnir á Íslandi um árabil og öðlast gullvottun frá fyrirtækinu.

Ef þú ert að leita að lausn sem getur veitt heildarsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini, auðveldað aðgengi að gagnadrifnum upplýsingum, tengst við innri kerfi og styrkt viðskiptasambönd fyrirtækja við viðskiptavini, þá er Genesys Cloud lausnin. Nánar má lesa um lausnir fyrir samskiptaver hér.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.