- 23.09.2022

Sparaðu tíma og peninga í skýinu

Yfir 200 viðskiptavinir Advania eru með bókhaldskerfi í skýinu og uppfærast mánaðarlega án þess að þurfa að hafa áhyggjur af niðritíma, bakreikningum eða áætlunum sem standast ekki.

 

Sigríður Sía Þórðardóttir og Högni Hallgrímsson eru forstöðumenn á viðskiptalausnasviði Advania og taka vel á móti fyrirtækjum sem velja viðskiptakerfi Advania í skýinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Yfir 200 viðskiptavinir Advania eru með bókhaldskerfi í skýinu og uppfærast mánaðarlega án þess að þurfa að hafa áhyggjur af niðritíma, bakreikningum eða áætlunum sem standast ekki.

 

Nútíma viðskiptakerfi gerir stjórnendum kleift að taka gagnadrifnar ákvarðanir og einbeita sér að því að auka skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Viðskiptakerfi Advania keyrir í skýinu og styður við rekstur fyrirtækja með því að gefa heildarsýn yfir stöðuna,“ segir Sigríður Sía Þórðardóttir, forstöðumaður á viðskiptalausnasviði Advania.

Viðskiptakerfi Advania eru aðgengileg hvar og hvenær sem er, og á hvaða tæki sem viðskiptavinir kjósa að nota; tölvu, spjaldtölvu eða síma.

„Þegar Microsoft hóf vegferð sína í átt að skýinu með Dynamics-kerfinu tókum við hjá Advania strax ákvörðun um að einblína á skýjavæðingu okkar viðskiptakerfa. Til að geta raunverulega nýtt sér þær leiðir þarf fjöldann allan af lausnum sem eru sértækar fyrir íslenskan markað, svo sem tengingar við íslensku bankana, rafrænar tollaskýrslur, rafræn vsk-skil og fleira. Því var mikil vinna og fjárfesting að fara með allar þessar lausnir í skýið og gera tilbúnar til að styðja stöðugar mánaðarlegar uppfærslur. Í nánu samstarfi við Microsoft tókst okkur að koma öllum lausnum, sem þarf til að reka fyrirtæki á Íslandi, í Appsource. Það er markaðstorg Microsoft fyrir viðskiptalausnir. Þannig er þetta raunverulegur valkostur fyrir íslensk fyrirtæki,“ greinir Sigríður frá.

Power Platformið stærsti kosturinn

Högni Hallgrímsson er annar forstöðumaður á viðskiptalausnasviði Advania. Hann segir kosti skýjalausna marga.

„Í fyrstu gætu menn haldið að það sé ekki svo mikill munur á að vera í skýinu en þegar maður fer að skoða kostina hrannast þeir upp. Kerfið keyrir í skýinu hjá Microsoft sem þýðir að það er alltaf aðgengilegt, hvar og hvenær sem er, og uppitíminn er hátt í 100 prósent.“

Högni segir öryggið einnig vera mjög til umræðu.

„Kerfi Advania er hýst af Microsoft sem er stærsta tæknifyrirtæki í heimi. Vinnan og fjárfestingin sem þeir leggja í að uppfylla alla öryggisstaðla er gríðarleg, og þá sér Microsoft líka um að afritunartaka sé virk og tryggja með því rekstraröryggi viðskiptavina. Allt er þetta innifalið í leyfisgjöldunum og sífellt uppfært án þess að notandinn þurfi að hafa af því áhyggjur,“ upplýsir Högni.

Hann bætir við að ekki sé hægt að tala um Microsoft-skýið án þess að minnast á Power Platformið sem að hans mati er stærsti kosturinn við skýið í dag.

„Power Platform er í raun tól til að sjálfvirknivæða og app-væða ferla innan fyrirtækisins og spara þannig tíma við til dæmis endurtekningar og innslátt. Það er aðgengilegt öllum og hægt að búa til snjallar lausnir án þess að hafa nokkurn tímann forritað. Þegar viðskiptakerfið er komið í skýið opnast möguleikinn á að nota Power Platformið á einfaldan og ódýran hátt.“

Högni og Sigríður Sía segja hættu á að samkeppnisaðilar nýti sér nýjungar og hagræðingu skýjakerfa ef fyrirtæki bíða of lengi með að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Engin hætta á bakreikningum

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin, að sögn Sigríðar Síu.

„Auðvitað þarf alltaf að velja tímann vel fyrir uppfærslu en ef fyrirtæki ætla að bíða í nokkur ár er raunveruleg hætta á að samkeppnisaðilarnir nýti sér nýjungar og hagræðingu skýjakerfanna á meðan,“ segir Sigríður.

„Það sem við hjá Advania höfum gert, samhliða skýjavæðingu okkar kerfa, er að taka í gegn alla aðferðafræði okkar við innleiðingar. Kerfin eru í dag mun betri en þau voru fyrir nokkrum árum og viðskiptavinir meðvitaðir um kosti þess að nota stöðluð kerfi og aðlaga sína ferla, frekar en að fara í sérsmíði eins og tíðkaðist áður fyrr. Til að mæta þessu býður Advania upp á innleiðingar og uppfærslu upp í skýið á föstu verði. Þá er kostnaðurinn ljós í upphafi og engin hætta á bakreikningum til viðskiptavina. Samhliða þessu reynum við að brjóta niður verkefnið og komast sem fyrst af stað í nýju kerfi. Með því náum við mun meiri fókus, bæði hjá okkur í Advania og viðskiptavinum okkar, og komumst fyrr í að nýta fjárfestinguna,“ útskýrir Sigríður.

Útbúið öpp án forritunarþekkingar

Skýjavettvangur Microsoft er stafrænn leikvangur framtíðarinnar.

„Þegar fyrirtæki eru komin með viðskiptakerfin sín í skýið eru þau komin með aðgang að öllu platforminu sem gefur endalausa möguleika í að tengja saman kerfi eins og Outlook, Teams og Power Platform, þar sem almennir notendur geta útbúið öpp fyrir sín verkefni án þess að þurfa til þess nokkra forritunarþekkingu,“ upplýsir Högni.

Microsoft-skýið sé ekki aðeins með tengimöguleika fyrir önnur Microsoft-kerfi heldur er þar gert ráð fyrir einföldum tengingum við önnur kerfi, eins og íslensku bankana, Símann Pay og aðrar lausnir frá Advania, svo sem H3-launakerfið og tímaskráningakerfið Bakvörð.

„Við höfum átt í frábæru samstarfi við Microsoft, ekki síst tæknifólkið sem hefur komið að okkar lausnum og í sumum tilfellum gert breytingar á sínum kerfum svo þau styðji okkar viðskiptavini,“ segir Högni.

„Viðskiptavinir Advania njóta líka góðs af því hversu mikil þekking er til staðar innan fyrirtækisins, bæði hér heima, þar sem við getum þjónustað viðskiptavini með allar vörur Microsoft, og ekki síst sá þekkingarbrunnur sem við getum sótt í hjá systurfélögum okkar á Norðurlöndunum og í Bretlandi þar sem býr reynsla sem erfitt væri að nálgast hér heima á litlum markaði. Við leggjum mikið upp úr því að sækja þekkingu þangað sem hún er, frekar en að finna upp hjólið aftur og aftur. Við teljum að það sé einn af lykilþáttunum í því að Advania hefur verið valið Partner of the Year hjá Microsoft til fjölda ára.“

Engin tækniskuld í skýinu

Sigríður Sía er spurð hver sé helsta hagræðingin við að fara með viðskiptakerfið í skýið.

„Sú helsta er að mánaðarlegur kostnaður verður lægri og fyrirsjáanlegri, og engin stór uppfærsluverkefni aftur. Reikningar fyrir hýsingu og rekstur kerfisins hverfa því allt er þetta innifalið í áskriftargjöldum sem greiðast reglulega í samræmi við notkun. Því hafa fyrirtæki alltaf sveigjanleika til að bæta við eða fækka notendum sem greitt er fyrir. Þetta eru stórir póstar eins og allir þekkja sem farið hafa í gegnum uppfærsluverkefni, en að mínu mati er aðalhagræðingin falin í stöðugum uppfærslum og möguleikum platformsins,“ svarar Sigríður.

Í skýinu þekkist ekki tækniskuld og þegar nýjungar koma fram er hægt að byrja að nýta þær strax og ekki þörf á kostnaðarsömum breytingum til að tengja útgáfu fyrirtækisins af kerfinu.

„Gott dæmi er þegar Tollurinn kynnti nýja tegund af tollskýrslum á þessu ári. Þá þurfti að fara í mikla vinnu í eldri kerfum og með tilheyrandi kostnaði á meðan skýjaviðskiptavinir okkar fundu ekki fyrir því og fengu breytinguna strax í reglubundinni uppfærslu,“ greinir Sigríður frá.

Hún segir framtíðina spennandi, bæði fyrir Advania sem þjónustuaðila og viðskiptavini sem fara í vegferð skýjalausna með Advania.

„Skýið er orðið þroskað og maður finnur að flestir hafa áttað sig á að þar liggur framtíðin. Í dag snýst samtalið ekki lengur um hvort fyrirtæki eigi að fara í skýjalausn, enda fáir sem finna rökrétt svör við spurningunni „Af hverju ætti ég EKKI að vera í skýinu?“ segir Sigríður.

Advania er í Guðrúnartúni 10. Sími 440 9000. Sjá nánar á advania.is

 

Upprunalega fréttin

Fleiri fréttir

Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.