06.09.2022

Ert þú klár í Haustráðstefnuna?

Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.

Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni. Bragi Gunnlaugsson og Magnea Gestrún Gestsdóttir, sérfræðingar í markaðsdeild Advania tóku saman hagnýt ráð til að auka upplifun gesta.

Á netinu eða á staðnum? Af hverju ekki bæði?

Eins og frægt er orðið fer ráðstefnan í ár fram með svokölluðu hybrid móti. Allir fyrirlestrar eru sendir beint út á netinu og verða svo aðgengilegir eftir á. Þau sem höfðu snöggar hendur og nældu sér í sæti í Eldborg hafa svo tækifæri til að berja dýrðina augum í Hörpu eftir hádegi á föstudag. Kosturinn við blandað ráðstefnuhald er að þátttakendur geta tekið þátt eftir sínum hentugleika og horft þegar þeim hentar. Það getur verið ómetanlegt að eiga möguleika á að horfa á erindið seinna eða hreinlega  aftur þegar komið er heim í kósýgallann.

Fyrir ráðstefnu

Settu saman þína dagská á ráðstefnuvefnum svo þú missir ekki af þínum uppáhalds fyrirlestrum.

Á Haustráðstefnunni ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Því um 40 fyrirlestrar eru á dagskrá. Umfjöllunarefni eru allt frá gagnavísindum, spunatækni, öryggismálum, UX & UI, geðheilbrigði til mikilvægi fjölbreytileikans í hinum ýmsu greinum. Til þess að skoða dagskrána ferð þú einfaldlega á vefsíðu rástefnunnar og skráir þig inn með netfanginu sem þú notaðir við skráningu. Með því að setja hjarta við fyrirlestur birtist hann undir „Mín dagskrá“. Þar má finna yfirlit yfir þá dagskrárliði sem þú hefur valið.

Áttu sæti í Hörpu eftir hádegi á föstudaginn?

  1. Dagskáin í Hörpu hefst kl. 13 föstudaginn 9. september. Þar geta gestir horft á 10 fyrirlestra.
  2. Mættu tímanlega og njóttu Hörpu. Það sakar ekki að vera snyrtilega til fara – kannski verður þú í mynd 😀
  3. Eftir ráðstefnu eru allir gestir sem eiga sæti velkomnir að þiggja kokteil í boði Dell. Þar getur þú spjallað við fyrirlesarana og fólk úr fjölbreyttum áttum úr atvinnulífinu. Þetta er einstakt tækifæri til að hitta fólk úr bransanum. Við mælum með þú staldrir við eftir síðasta fyrirlestur og spjallir við hina gestina.
  4. Á staðnum verða jafnframt kynningarbásar frá samstarfsaðilum okkar. Þar sem þeir kynna starfsemi sína og tækninýjungar. Það er aldrei að vita nema ferð á básana skili sér í glæsilegum verðlaunum!

Ætlarðu að fylgjast með beinni útsendingu?

  1. Mættu tímanlega. Mesta fjörið er auðvitað að fylgjast með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Mættu á „svæðið“ tímanlega og kynntu þér stafrænan heim ráðstefnunnar. Gott er að skrá sig inn á vefinn 10 mínútum áður en fyrsti fyrirlestur hefst.
  2. Njóttu hljómgæðanna. Við mælum með því að þú notir heyrnartól eða góða hátalara. Þá verður upplifunin eins og best verður á kosið.
  3. Stærri skjár, betri upplifun. Ráðstefnuvefurinn er hannaður með allar gerðir snjalltækja í huga. Það er því hægt að njóta Haustráðstefnu Advania í símum og spjaldtölvum, en fyrir bestu upplifunina mælum við með að þú horfir í tölvu.
  4. Veldu vafra. Það skiptir ekki máli hvaða vafri er valinn. Allar nýjustu útgáfur af Chrome, Firefox. Safari, Microsoft Edge virka vel.
  5. Gaman saman. Tilvalið er að samstarfsfélagar komi saman og horfi á ráðstefnuna. Svo hvetjum við vitaskuld alla til að deila gleðinni á samfélagsmiðlum undir merkinu #haustradstefna
  6. Taktu þátt í umræðunni. Þú getur sent inn athugasemdir og spurningar á meðan fyrirlestrum stendur í gegnum spurningakerfið Slido. Það verður sýnilegt við útsendingagluggann.  Ef þú lendir svo í vandræðum erum við alltaf til taks í “Hafa samband” glugganum sem finna má í valmynd.

Við hlökkum til að sjá þig á Haustráðstefnu Advania 2022.

Áttu eftir að skrá þig á ráðstefnuna? Græjaðu það í einum grænum á ráðstefnuvefnum - það kostar ekkert að fylgjast með og taka þátt!

Fleiri fréttir

Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.