27.06.2022
Vegna truflana á neti
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins. Sérfræðingar Advania hafa notið liðsinnis framleiðenda búnaðar við að greina vandamálið. Þegar rót vandans fannst var farið í hjáleið til að koma í veg fyrir frekari truflanir og lauk því verki um kl. 14.30 á föstudag. Síðan þá hefur net verið stöðugt og ekki er búist við frekari truflunum. Rétt er að taka fram að bilunina má ekki rekja til árásar á netkerfið heldur hugbúnaðarvillu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli viðskiptavinum.
Nánar um atburðarásina á advania.info