Fréttir, Nýjasta nýtt - 27.6.2022 15:40:10

Vegna truflana á neti

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins. Sérfræðingar Advania hafa notið liðsinnis framleiðenda búnaðar við að greina vandamálið. Þegar rót vandans fannst var farið í hjáleið til að koma í veg fyrir frekari truflanir og lauk því verki um kl. 14.30 á föstudag. Síðan þá hefur net verið stöðugt og ekki er búist við frekari truflunum. Rétt er að taka fram að bilunina má ekki rekja til árásar á netkerfið heldur hugbúnaðarvillu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli viðskiptavinum.

Nánar um atburðarásina á advania.info

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.