Fréttir, Nýjasta nýtt - 27.6.2022 15:40:10

Vegna truflana á neti

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.

Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins. Sérfræðingar Advania hafa notið liðsinnis framleiðenda búnaðar við að greina vandamálið. Þegar rót vandans fannst var farið í hjáleið til að koma í veg fyrir frekari truflanir og lauk því verki um kl. 14.30 á föstudag. Síðan þá hefur net verið stöðugt og ekki er búist við frekari truflunum. Rétt er að taka fram að bilunina má ekki rekja til árásar á netkerfið heldur hugbúnaðarvillu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta olli viðskiptavinum.

Nánar um atburðarásina á advania.info

Fleiri fréttir

Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.