Vertu Pro í þínu hlutverki
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Vertu Pro á skrifstofunni
Fyrir starfsmenn sem sinna daglegum skrifstofustörfum, s.s. bókhaldi, þjónustu og almennri vinnu, er Dell Pro fullkominn kostur.
- Létt og endingargóð hönnun sem þolir álag daglegrar notkunar.
- Frábær rafhlöðuending og hagkvæm verð.
- Fáanleg í 14" og 16" skjástærðum með 16:10 hlutföllum.
Þetta er traust tæki fyrir þá sem þurfa áreiðanlega vinnufélaga í hefðbundnum skrifstofuverkefnum. Dell Pro er einnig fáanleg í Dell Pro Plus útgáfum sem býður upp á meira afl, fleiri tengimöguleika og gervigreindarvinnslu.
Við mælum sérstaklega með Dell Pro Plus 14:

Dell Pro 14 Plus Ultra 5, 32GB, 512GB
Vönduð fartölva úr Pro Plus fyrirtækjalínunni frá Dell. Vélin kemur með 14“ IPS skjá, Intel Ultra 5 235U vPRO örgjörva, 32GB RAM og 512GB geymsluminni, Wi-Fi 7 og baklýstu íslensku Copilot lyklaborði. 3 ára ábyrgð á vél, disk og rafhlöðu.

Vertu Pro í þungu vinnslunni
Fyrir forritara, gagnagreiningarteymi og skapandi sérfræðinga sem vinna með krefjandi forrit og flókna vinnslu er Dell Pro Max tölvan í verkið.
- Stuðningur við öflug skjákort, allt að NVIDIA RTX 2000 Ada.
- Hentar fyrir gervigreindargreiningu, myndvinnslu og þung forritunarverkefni.
- Ný 16" útgáfa er sérstaklega hentug fyrir flóknari vinnslu sem kallar á stærri skjá.
Þetta er vél fyrir þá sem þurfa hámarksafköst og hraða. Pro Max er einnig til í Plus útgáfu sem býður upp á fleiri örgjörva og fleiri tengi, og í stórglæsilegri Premium útgáfu sem er ekki bara öflug, heldur þrælflott.
Vinsælust hjá okkur er Dell Pro Max 14:

Dell Pro Max 14 Ultra 7, 64GB, 1TB
Afköst og meðfærileiki mætast með látum í þessari öflugu en nettu 14" fartölvu í Pro Max línu Dell.

Vertu Pro á ferðinni
Fyrir stjórnendur, ráðgjafa og sölufólk sem ferðast mikið og þurfa bæði afl og meðfærileika er Dell Pro Premium besti kosturinn.
- Léttasta vélin í Pro línunni, frá aðeins 1,07 kg.
- Allt að 21 klukkustunda rafhlöðuending. Fullkomið fyrir langa fundadaga.
- Vélin er í boði með 5G tengingu. Þannig er bókstaflega hægt að vinna svo til hvar sem er.
Þetta er vél sem sameinar glæsilega hönnun, mikið afl og meðfærileika. Með nýja Tandem OLED skjánum hefur vinnan svo aldrei litið betur út.
Dell Pro Premium í 5G útgáfu er að slá í gegn hjá okkar viðskiptavinum:

Dell Pro 14 Premium Ultra 7, 32GB, 1TB, 5G
Taktu vinnuna hvert sem er með 5G útgáfunni af Pro Premium. Þessi 14" fartölva er með U7 gervigreindarörgjörva, frábærri rafhlöðuendingu miklu vinnsluminni og stórri gagnageymslu.

Eigum við að spjalla saman?
Í vefverslun Advania má finna allt úrvalið af nýju Dell Pro tölvunum. Allt frá einföldum fartölvum, til fullbúinna vinnustöðva. Ef þinn vinnustaður er í leit að fullkomnu vinnutölvunni, eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða með valið. Ekki hika við að heyra í okkur og fá tilboð í þín kaup.