Fréttir - 19.7.2024 10:22:45

Víðtæk bilun í Microsoft skýjaþjónustum

Rekstraratvik hjá Microsoft hefur leitt af sér víðtæk áhrif á ýmsar þjónustur í Microsoft skýinu.

Rekstrarumhverfi Advania hefur ekki orðið fyrir beinum áhrifum en við fylgjumst náið með framgangi mála.

Allar upplýsingar um eðli bilunar, möguleg áhrif og framgang viðbragða má finna hjá Microsoft  https://status.cloud.microsoft/

Ef þið hafið spurningar eða þörf á aðstoð, vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð eða sendið póst til okkar á velkomin@advania.is

Fleiri fréttir

Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.