10.10.2012 | Blogg

Lægri kostnaður og aukin ánægja viðskiptavina með símalausn Advania

advania colors line

Sveigjanleg og fjölþætt samskiptalausn

Símalausn Advania er öflugt þjónustutæki sem auðveldar og bætir samskipti milli fyrirtækis og viðskiptavina. Símalausn Advania er skýþjónusta sem veitir notendum þjónustuna með öruggum hætti í gegnum Internetið. Hún er hýst miðlægt í öruggum vélarsal þar sem starfsmenn Advania sjá um allan rekstur og vakta uppitíma allan sólarhringinn, allt árið um kring. Símalausn Advania hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum og einfalt er að breyta uppsetningu eða notendafjölda í takt við þarfir og umsvif fyrirtækja.

Dæmi um árangursríka notkun á Símalausn Advania

Vinnumálastofnun rekur 11 starfsstöðvar út um allt land. Símalausn Advania hentar því stofnuninni mjög vel. Notkun lausnarinnar tryggir að hvorki þarf að kaupa eða reka símstöðvar né greiða símalínugjöld fyrir hverja starfsstöð.

Ávinningur fyrirtækja af því að nota Símalausn Advania er margvíslegur

 • Símtöl innan fyrirtækis eru ókeypis, ódýr útlandasímtöl og GSM símtöl í gegnum landlínu
 • Mánaðarlegur kostnaður við rekstur kerfis er alltaf þekktur      
  • Fast mánaðargjald er fyrir hvern notenda
 • Símalausnin vex auðveldlega með fyrirtækinu
 • Farsíminn (GSM) er samhæfður borðsímanum
 • Stjórnunarumhverfið er notendavænt 
  • Einföld uppsetning
 • Símkerfið er rekið hjá Advania og þjónusta við kerfið er allan sólarhringinn (24/7)
 • Samingurinn innifelur allar uppfærslur og rekstur

Fjöldi notkunarmöguleika sem henta þörfum fyrirtækja

Símalausn Advania býður upp á margvíslega sérhæfða virkni sem raða má saman eftir þörfum hvers og eins fyrirtækis. Með kerfinu má til dæmis mæla símsvörun og geta þjónustumiðuð fyrirtæki nýtt sér slíka tölfræði til að bæta þjónustu með markvissum hætti. Nefna má fjölda annarra notkunarmöguleika;

 • Jöfn dreifing símtala - jafnt álag á símtölum sem berast til starfsfólks 
 • Biðraðir fyrir innhringingar – þeir sem bíða fá tilkynningu um áætlaðan biðtíma og röð símtala
 • Áframsending símtala í farsíma (GSM) starfsmanns sem er á ferðinni

Útlandagátt Advania tryggir ódýrari útlandasímtöl

Þegar fyrirtæki tekur Símalausn Advania í notkun fær það jafnframt aðgang að útlandagátt Advania. Þetta getur tryggt þeim sem hringja mikið til útlanda umtalsverða lækkun á símkostnaði. Tvennt skýrir ódýrari útlandasímtöl: 

 • Útlandasímtöl í gegnum Símalausn Advania bera ekkert upphafsgjald ólíkt því sem gengur og gerist hjá símafyrirtækjum
 • Mínútuverð á útlandasímtölum í gegnum Símalausn Advania er mun lægra en hjá öðrum símafyrirtækjum

Mikið úrval símtækja og höfuðtóla 

Viðskiptavinum býðst að leigja eða kaupa símtæki sem nota má með Símalausn Advania. Mikið úrval er til af svokölluðum IP símum sem tengdir eru með venjulegu USB tengi í tölvu notandans. Ennfremur er mikið úrval til af höfuðtólum, allt frá þráðlausum hágæða höfuðtólum til hefðbundina snúrutengdra höfuðtóla.

Skýr valkostur

Með því að velja Símalausn Advania má í senn komast hjá allri fjárbindingu í búnaði sem og kostnaði við sérhæfðan mannafla við rekstur símkerfis. Um er að ræða örugga þjónustu með fyrirfram þekktan, mánaðarlegan rekstrarkostnað. Nú þegar nýta sér yfir 2.000 notendur, sem starfa hjá fjölbreyttum hópi fyrirtækja, Símalausn Advania. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU