16.6.2015 | Blogg

Nýr upplýsingavefur Tollstjóra

advania colors line

Tollstjóri hefur með höndum tollgæslu í landinu ásamt innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Notendahópur vefsins er því stór, allir Íslendingar og allir sem stunda atvinnurekstur geta átt erindi við Tollstjóra. 

Nýi vefurinn

Nýr vefur Tollstjóra var opnaður 4. júní 2015. Tilgangur nýja vefsins er að miðla upplýsingum til og eiga samskipti við viðskiptavini embættisins. Hann leysir af hólmi þrjá eldri vefi sem voru komnir nokkuð til ára sinna. Við hönnun vefsins var lagt upp með að hann yrði: aðgengilegur, skýr, hraðvirkur, sveigjanlegur, tengjanlegur, og með öfluga leitarvél. Jafnframt var lögð áhersla á að hann virkaði vel í snjalltækjum.

Efnistök miðist við þarfir notenda

Umfangsmikil vinna fór fram innan embættisins við endurskoðun og yfirferð efnis vefjarins heilmikið af efni var stytt og vefsíðum var fækkað um rúmlega 400. Mælingar á notkun eru nýttar til að færa síður framar sem mikið eru notaðar. Neðst á flestum síðum vefsins gefst notendum kostur á að tjá sig um hvort innihald síðunnar hafi verið hjálplegt. Endurgjöf frá notendum í gegnum þessa leið er nú þegar farin að skila sér. Margar gagnlegar ábendingar hafa borist og er reynt að bregðast við þeim strax ef kostur er.

Reiknivélin vinsælust

Vinsælasta síða vefjarins er reiknivél fyrir innflutningsgjöld ætluð almenningi, þar reikna langflestir gjöld á fatnaði og skóm. Fast á hæla hennar koma Tollalínan sem er þjónustugátt fyrir vöruinnflytjendur og veftollskráin. 

Áhersla á rafræna stjórnsýslu

Embætti Tollstjóra hefur nýlega lokið umfangsmikilli stefnumótunarvinnu. Niðurstöður þessarar vinnu koma fram í stefnuskjalinu Tollstjóri 2020. Þar er meðal annars lögð sérstök áhersla á að bæta og auka rafræna þjónustu við almenning og atvinnulíf. Nú þegar er hafin vinna við fjölmörg verkefni sem hafa það að markmiði að gera stefnuna að veruleika. Þó upplýsingavefurinn sjálfur sé ekki þjónustugátt er hann sú leið sem flestir nota til tengjast þeim þjónustugáttum sem Tollstjóri býður uppá. 

Verkefni tengd bættri rafrænni þjónustu

Hjá Tollstjóra eru fjölmörg verkefni tengd rafrænni þjónustu í gangi hér eru nefnd þrjú dæmi sum þeirra eru á sóknaráætlun og önnur ekki.

Mínar síður tengt skjalavistunarkerfi sem gerir notendum kleift að senda inn erindi með öruggum hætti og fylgst með afgreiðslu þeirra. 

Nýtt vefviðmót á eldri upplýsingakerfi og um leið að tekið upp samevrópskt form inn-og útflutningsskýrslna. 

Ein þjónustugátt er verkefnastofn sem hefur að markmiði að styðja við upptöku rafrænnar þjónustu hjá hinu opinbera með því að innleiða eina rafræna þjónustugátt (single window) fyrir helstu þjónustuþætti Tollstjóra og samstarfsaðila. Ávinningur þess er meðal annars bætt rafræn þjónusta, aukin skilvirkni stjórnsýslu og einföldun viðskipta.


TIL BAKA Í EFNISVEITU