Berglind Ómarsdóttir

Framendaforritari hjá veflausnum
Vinnustaðurinn er mjög líflegur og margt skemmtilegt fólk. Það er léttur andi og auðvelt að vera maður sjálfur.

Hæ Berglind! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn var góður. Nóg að gera í nýrri ráðstefnulausn Advania, ég gerði ýmsar nýjar uppfærslur á kerfinu sem er í stöðugri þróun. Ég vinn mikið í teymisvinnu og í dag tók ég tíma í að ræða útfærslur á þeim uppfærslum sem eru á áætlun og hvernig best sé að tækla málin.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Í maí 2017.

Nú starfar þú innan vefdeildar Advania. Hvað gerið þið?

Starf deildarinnar er fjölbreytt og felst aðalega í því að útbúa veflægar lausnir fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Mitt starf innan deildarinnar er framendaforritari og sé ég því aðalega um þann hluta lausnar sem snýr að viðskiptavinum.

Hvað leiddi til þig Advania?

Gott orðspor Advania varð til þess að ég sótti um hér beint eftir háskólann.

Hver eru skemmtilegustu verkefnin sem þú sinnir?

Skemmtilegustu verkefnin sem ég sinni eru krefjandi og ný verkefni, þar sem ég fæ sjálf að velja umhverfi og tengd kerfi og fæ tækifæri til að búa til eitthvað nýtt.

Hefur þú verið í einhverri nýsköpun?

Já ég tók þátt í þróun á ráðstefnulausn Advania sem notuð hefur verið til að halda ótal ráðstefnur á netinu í gegnum Covid.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Vinnustaðurinn er mjög líflegur og mikið af skemmtilegu fólki. Það er léttur andi og auðvelt að vera maður sjálfur.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf