Þóra Regína Þórarinsdóttir

Ráðgjafi í gagnagreind
Við höfum einstakt samansafn af frábærum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum, þannig það eru ávallt líflegar samræður. Og ekki má gleyma að við erum með besta mötuneytið

Hvernig hefur þú það í dag?

Þrátt fyrir að elska vinnuna og íslenska veðrið – þá er ég að klára að pakka og á leiðinni í sólina.

Hvað felst í starfinu þínu?

Sem ráðgjafi í gagnagreind, þá aðstoða ég viðskiptavini Advania við að greina, hanna og setja upp viðskiptagreindar lausnir sem einfalda ákvarðanatökur í rekstri og bæta samkeppnishæfni. Þessu starfi fylgir aukið tengslanet þar sem við erum í daglegum samskiptum við helstu stjórnendur og starfsfólk stærstu fyrirtækja á Íslandi.

Hvaða vandamál eruð þið að leysa fyrir viðskiptavini?

Hjá fyrirtækjum liggja gífurleg verðmæti í gögnum en gögnin eru oft ekki nýtt á þann hátt sem hægt væri að nýta þau. Við aðstoðum viðskiptavini okkar í þeirra gagnadrifnu vegferð þar sem langtíma viðskiptasamband er haft að leiðarljósi. Þetta er gífurlega fjölbreytt og breitt svið en við veitum meðal annars ráðgjöf varðandi gagnadrifna menningu, setjum upp tæknilegar lausnir eins og vöruhús gagna, hönnum flott mælaborð í Power BI og margt fleira.

Hver er bakgrunnur þinn?

Ég er löggildur „Management Accountant“ með BA í Alþjóðlegum viðskiptum og markaðsfræði. Til langs tíma starfaði ég í Bretlandi við fjármálastjórn og gagnagreiningar, en þetta veitir mér ómetanlega reynslu við að aðstoða viðskiptavini Advania.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum?

Advania er öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni, sem leggur mikið upp úr því að skapa skemmtilegan vinnustað. Við höfum einstakt samansafn af frábærum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum, þannig það eru ávallt líflegar samræður. Og ekki má gleyma að við erum með besta mötuneytið 😊

Hvernig er stemningin í deildinni?

Það eru gífurlega spennandi tímar framundan, þannig allir eru uppfullir af jákvæðni. Við erum ávalt að glíma við fjölmörg og oft flókin verkefni, en við erum dugleg að styðja við hvert annað og aðstoða eftir bestu getu.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf