Kristinn Esmar

Hugbúnaðarsérfræðingur
Ég hef átt félaga sem hafa unnið hjá Advania áður og heyrði einungis góða hluti frá þeim um andrúmsloft á vinnustað og slíkt. Þegar ég sá laust starf auglýst hér, þá stökk ég til og sótti um.

Hæ  Kristinn! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn minn byrjaði með kaffibolla við hönd og kött í fanginu við skrifborðið heima hjá mér. Í dag fór ég yfir nokkur kóðabrot frá vinnufélögum mínum ásamt því að leysa vandamál og verkefni tengd Bakverðinum, sem er það kerfi sem ég vinn mest við.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég hóf störf hjá Advania í ágúst 2021.

Hvað felst í starfinu þínu?

Ég er hugbúnaðarsérfræðingur í mannauðslausnum. Aðal ábyrgð mín er þróun í kerfinu Bakverði. Bakvörður er tímaskráninga- og viðverukerfi sem margir landsmenn nota á hverjum degi. Megin hluti tíma míns fer í áframhaldandi þróun á því og að bregðast við hverskonar vandamálum sem notendur gætu lent í. Einnig tökum við sem teymi virkan þátt í skipulagi á framvindu þróunar og forgangsröðunar um framtíð Bakvarðar.

Hvað leiddi til þig Advania?

Ég hef átt félaga sem hafa unnið hjá Advania áður og heyrði einungis góða hluti frá þeim um andrúmsloft á vinnustað og slíkt. Þegar ég sá laust starf auglýst hér, þá stökk ég til og sótti um.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Advania leggur mikla áherslu á að starfsfólk séu ánægt og virkt. Félagslíf Advania er fjölbreytt með hinum ýmsu klúbbum og viðburðum, maturinn er góður og andi vinnustaðarins er almennt mjög góður.

Hvernig er stemningin í deildinni?

Við í teyminu höfum náð mjög vel saman og stemningin hjá okkur er mjög góð. Við getum spurt spurninga og rætt vandamál auðveldlega og erum nær alltaf á sömu síðuni þegar það kemur að nálgun erfiðra verkefna.

Hver er bakgrunnurinn þinn?

Árið 2012 útskrifaðist ég frá Háskóla Íslands með B.Sc. í mekatrónískri hátæknifræði. Fyrsta starf mitt var við hreina forritun við flugumferðarstjórnarkerfi. Í gegnum árin hef ég fengist við ýmis skemmtileg verkefni, mest hjá litlum fyrirtækjum áður en ég hóf störf hjá Advania.

Hvernig hefur námið nýst þér í vinnu?

Þekking á skipulagi og vinnuferlum nýtist mér best í vinnunni minni, en forritun á atvinnustigi krefst þess að maður sé skipulagður og agaður í vinnuaðferðum. Það var mikil áhersla í námi mínu að geta túlkað tæknilega skjölun ásamt því að geta komið þekkingu frá sér á góðan hátt.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf