Li En

Kerfisstjóri
Það ríkir góður andi meðal starfsfólks innan fyrirtækisins.

Hæ Li En! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn í dag er búinn að vera góður. Við höfum verið að innleiða nýjan viðskiptavin, svo við erum búin að vera henda upp nýtt vöktunarkerfi. Ég fór yfir þau verk sem eru í vinnslu hjá okkur og sömuleiðis fór ég yfir allar þær breytingabeiðnir sem verða framkvæmdar í þessari viku. Við vinnum á þrískiptum vöktum, dag, kvöld og næturvöktum.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég hóf störf hjá Advania í nóvember 2017. Það sem heillar mig mest við starfið mitt er það að við fáum að vinna samhliða með svo mörgum deildum innan fyrirtækisins, sem leyfir okkur að kynnast mismunandi kerfisrekstri og starfsfólki.

Hvað felst í starfinu þínu?

Hér höfum við umsjón yfir fjarskiptakerfum og netrekstri, NOC þarf að fylgjast með netrekstri ásamt kerfisumsjón hjá þeim fyrirtækjum sem eru í viðskipti við Advania. Það má segja að við séum "First line of defense against network disruptions, failures and or cyber attacks."

Hver er bakgrunnur þinn?

Ég hef verið í ýmsum störfum í gegnum tíðina áður en ég hóf störf hjá Advania. Ég hef starfað sem kokkur, sölumaður, hafnarvörður, tæknimaður í ljósleiðara og margt fleira en ég hef mest unnið við matreiðslu.

Hvernig hefur námið nýst þér í vinnu?

Menntunin mín hefur veitt mér góðan grunn en megnið af þekkingu minni og kunnáttu kemur úr starfi. Eftir háskólabrú Keilis stefndi ég í tannlæknanám, ég hins vegar ákvað að skrá mig fyrst í NTV og læra kerfisstjórnun það sem ég hef alltaf verið frekar tölvuheftur. Ég ákvað að auka þekkingu mína um tækni og með tímanum að þá hafði ég bara meira og meira áhuga á tölvuheiminum.

Hvað leiddi til þig Advania?

Sem kerfisstjóri þá sækist maður eftir að starfa hjá fyrirtæki sem er framalega á sínu sviði. Sem Advania er, bæði hérlendis og erlendis.

Hvernig eru samskiptin við viðskiptavini Advania?

Viðskiptavinir Advania eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en almennt ganga samskipti við viðskiptavini mjög vel.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Advania hugsar mjög vel um starfsfólkið sitt og sér til þess að vinnu aðstaða sé góð. Það ríkir góður andi meðal starfsfólks innan fyrirtækisins. Hjá Advania starfa fleiri hundruð sérfræðinga og starfsumhverfið er því hvetjandi þar sem Advania gerir þér það kleift að vinna þig auðveldlega upp innan fyrirtækisins. Það er því undir starfsmönnum komið að nýta sér það tækifæri og vaxa innan fyrirtækisins.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf