María Hólmfríður Marinósdóttir

Sérfræðingur í mannauðsmálum
„Það sem er svo skemmtilegt við að vinna í tækni að það skiptir ekki endilega máli hvar þú ert staðsett, þú getur valið þér búsetu sem hentar þér best.“

Hæ María! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Þó að stærst hluti starfs míns sé að sjá um ráðningar þá komum við á mannauðssviðinu að fjölbreyttum verkefnum. Dagurinn hefur verið mjög fjölbreyttur að vanda. Það voru að byrja að starfa hjá okkur fimm nýir starfsmenn núna um mánaðamótin og mikilvægt að tryggja að móttaka þeirra sé með sem besta móti. Við erum með fjölmörg störf í boði hjá okkur í augnablikinu og erum að boða í viðtöl og hitta umsækjendur með stjórnendum. Svo sé ég líka um ferðabókanir fyrir félagið og hef verið í samskiptum við starfsfólk og stjórnendur vegna ferðabókana.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég kom til Advania árið 2013 og hef tekið að mér hin ýmsu störf frá þeim tíma. Var ráðin inn sem verslunarstjóri en í dag sinni ég starfi rekstrarstjóra starfsstöðvarinnar á Akureyri og sérfræðings í mannauðsmálum.

Áhugaverð blanda af starfstitlum. Hvað felst í starfinu þínu?

Ég ber ábyrgð á ráðningum nýs starfsfólks en Advania leggur mikla áherslu á að ráða til sín hæft og metnaðarfullt fólk sem saman skapar lifandi vinnustað. Mín starfsstöð er á Akureyri en það kemur ekki í veg fyrir að ég leiði allar ráðningar Advania. Mitt hlutverk í ráðningarferlinu spannar allt frá pælingum með stjórnendum um mannaflaþörf yfir í auglýsingar, viðtöl og val á besta einstaklingnum í hvert starf. Við nýtum okkur tæknina mikið og m.a. fer hluti af viðtalsferli okkar fram í gegnum fjarfundabúnað.

Ég sinni meðal annars greiningum á ýmsum mælikvörðum, skipuleggja viðburði og er stuðningur við starfsfólk og stjórnendur.

Hvað leiddi til þig Advania?

Ég bý og starfa á Akureyri og Advania hefur rekið öfluga starfsstöð þar til fjölda ára. Orðsporið var og er gott og spennandi verkefni í boði. Þótt starf mitt sé gjörólíkt því sem ég var ráðin til í upphafi þá felast svo mörg tækifæri til starfsþróunar og nýta styrkleika sína til fulls innan Advania.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Advania er kraftmikið þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem leggur mikið upp úr því að skapa skemmtilegan vinnustað. Það er valinn sérfræðingur í hverju horni. Starfsumhverfið er jákvætt og hvetjandi og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera.

Hvernig myndir þú lýsa starfstöðinni á Akureyri?

Þar starfa 23 sérfræðingar við hin ýmsu störf, ráðgjafar, hugbúnaðarsérfræðingar, kerfisstjórar, tæknistjóri og sölusérfræðingar. Helmingur þessara hluverka má leysa hvaðan sem er og eru ekki bundin við ákveðnar staðsetningar. Það sem ég á við er að verkefnin þeirra eru ekki endilega staðsett á Akureyri þótt einstaklingarnir séu það. Það er svo skemmtilegt við að vinna í tækni, að það skiptir ekki endilega máli hvar þú ert staðsett, þú getur valið þér búsetu sem hentar þér best.

Hvernig er fjarvinnu háttað hjá Advania?

Advania leggur mikið upp úr sveigjanlegum vinnutíma til að koma til móts við fjölbreytta starfsemi félagsins. Liður í því er að starfsfólki stendur til boða að vinna hluta af starfinu sínu í fjarvinnu, hvort sem það er heima, í bústað eða á þeim stað sem hentar best. Fyrirtækið leggur starfsfólki til búnað svo það geti sinnt sínu starfi sem best og við sem bestar aðstæður. Við erum með starfsfólk í öllum landshlutum og jafnvel erlendis en leggjum áherslu á að allir hafi tækifæri til að koma saman með reglubundnum hætti til að treysta tengslin.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf